Fréttir

Opið fyrir umsóknir í tvo sjóði hjá UMFÍ

Á vef UMFÍ segir að búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðirnir gagnast afar vel þeim sem leita eftir stuðningi við félags- og íþróttastarf og umhverfisverkefni. Rétt til umsóknar úr sjóðunum eiga sambandsaðilar UMFÍ, aðildarfélög sem eru virk í starfi og deildir innan þeirra. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ rétt á að sækja um styrk úr sjóðunum.
Meira

Rabarbarafreyðivín þróað á Hvammstanga

Bændablaðið segir frá því að á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni, Rabarbarafreyðivínið Hret, og er áætlað er að það komi á innlendan markað árið 2026. Forsvarsmenn Hrets þær stöllur Hrund Jóhannsdóttir og Greta Clough vinna um þessar mundir að þróun á íslensku freyði- og ávaxtavíni. Markmiðið er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði.
Meira

Domi ráðinn þjálfari yngri flokka hjá Hvöt

Stjórn knattspyrnudeildar Hvatar hefur ráðið Juan Carlos Dominguez Requena (Domi) í starf þjálfara yngri flokka hjá deildinni frá og með 1. apríl 2025. Dom kemur til deildarinnar frá Tindastól þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.
Meira

Barnaleikritið Ferðin á heimsenda frumsýnd í kvöld

Leikfélag Blönduóss frumsýnir í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, í Félagsheimilinu á Blönduósi, barnaleikritið Ferðin á heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Meira

Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum

Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Meira

Sögur og sagnir af Skaga og upp til heiða og dala

Skagabyggð fékk á árinu 2024 styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra til að safna og taka upp á stafrænt form ýmsar sagnir og fróðleik sem nota mætti í sögutengda ferðaþjónustu. Starfshópur á vegum Skagabyggðar og síðan Húnabyggðar eftir sameiningu, tók upp töluvert efni í viðtölum við fólk sem hafði sögu að segja og fróðleik að miðla.
Meira

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst í Síkinu í kvöld

Meira

Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun

Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Meira

Ljóðasöngur í Árskóla

Á heimasíðu Árskóla segir af því að Alfreð Guðmundsson, kennari við skólann, hafi gefið út skemmtilega ljóðabók, Dýrin á Fróni, með vísum sem hann orti um íslensku dýrin. Síðastliðinn mánudag mættu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa tvíeykið Dúó Atlantico, í Árskóla og fluttu ljóðin fyrir nemendur mið- og yngsta stigs.
Meira

Fáliðaðar Stólastúlkur áttu ekki roð í Íslandsmeistarana

Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Meira