Það fer hlýnandi þrátt fyrir hvíta jörð í morgun

Úrkomunni slotar þegar líður á morguninn og veður ætti að vera orðið skaplegt upp úr hádegi. SKJÁSKOT
Úrkomunni slotar þegar líður á morguninn og veður ætti að vera orðið skaplegt upp úr hádegi. SKJÁSKOT

Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.

Örlítið hlýnar um svipað leyti en reiknað er með nokkuð snarpri vestanátt þegar líður á daginn. Þegar dregur að undirbúningi leiks í kvöld er gert ráð fyrir glampandi sól, tveggja stiga hita og 13 metrum af vestan.

Veðurstofan gerir ráð fyrir ágætu vorveðri næstu daga. Það hlýnar og snýst í hæga sunnanátt á morgun, fimmtudag, og svo heldur bara áfram að hlýna. Þannig er spáð 10-12 stiga hita á Norðurlandi vestra í hádeginu á mánudag. Þannig að mögulega er vorið komið þó að sjálfsögðu megi alltaf reikna með páskahreti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir