Það var lagið

Jólatónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði

Olga Vocal Ensemble ætlar að syngja jólin inn í ár í Blönduóskirkju fimmtudaginn 9. desember klukkan 20. Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi yfir jólahátíðina og í fyrsta skipti sem hópurinn heldur jólatónleika í Blönduóskirkju. Allur aðgangseyrir rennur óskiptur í orgelsjóð Blönduóskirkju.
Meira

Sýningar á Ronju halda áfram

Samkvæmt tilkynningu frá Leikfélagi Sauðárkróks halda sýningar áfram á leikritinu Ronju ræningjadóttur þar sem leikarinn sem fór í sóttkví fyrir helgi fékk neikvæða útkomu úr PCR-prófi í gær. Sýning verður í dag, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 18. Aðeins þrjár sýningar eftir fyrir þá sem ekki hafa tryggt sér miða.
Meira

Brottfluttir Blönduósingar gefa út ballöður

Þér fylgja englar er fyrsta lagið sem hljómsveitin Löður sendir frá sér, dúett skipaður brottfluttu Blönduósingunum Maríu Ólafs söngkonu og Einari Erni Jónssyni sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Í svörtum fötum.
Meira

Ungt skagfirskt tónlistarfólk með Jólatónleika í Miðgarði

Jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir þann 11. desember í Menningarhúsinu Miðgarði. Á bakvið tónleikana stendur ungt skagfirskt fólk sem kemur bæði að skipulagi þeirra og flutningi. Tónleikarnir fóru fram í Félagsheimilinu Bifröst í fyrra í gegnum myndbandsstreymi og fengu þeir góðar viðtökur.
Meira

Glatt á hjalla hjá Gránu :: Söngurinn ómar í Háa salnum

Menningarfélag Gránu á Sauðárkróki hefur blásið í herlúðra og stendur fyrir metnaðarfullum atburðum í tónleikaröð vetrarins. Fyrir skömmu kom dúettinn Sycamore Tree fram í Háa salnum í Gránu og á dögunum voru þau Malen Áskelsdóttir, Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Reynir Snær Magnússon með tónleika. „Það var mjög vel mætt, notaleg og þægileg stemming. Mjög góð byrjun,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238.
Meira

Siðblindir höfðingjar dregnir fram í dagsljósið í Kakalaskála

Næstkomandi laugardag verður haldin heilmikil dagskrá um Sturlunga í Skagafirði á vegum Kakalaskála Sigurðar Hansen á Kringlumýri. Þar munu m.a. koma fram tveir miklir Sturlungasöguritarar, þeir Einar Kárason, sem m.a. fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir aðra Sturlungabókina sína, Ofsa, árið 2008, og Óttar Guðmundsson, sem velti fyrir sér geðrænum vandamálum á þrettándu öld og skoðaði róstusamt líf Sturlunga í bók sem kom út fyrir síðustu jól.
Meira

Brúðulistahátíðin HIP Fest á Hvammstanga - Hátíðardagskrá í heimsklassa

Alþjóðleg brúðulistahátíð International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira

Styttist í flottustu brúðulistahátíð landsins

Alþjóðleg brúðulistahátíð Hvammstangi International Puppetry Festival eða HIP Fest fer fram dagana 8.-10. október næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin en von er á þriðja tug erlendra listamanna frá átta löndum sem bjóða upp á fjölda sýninga og vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvikmyndasýninga með umræðum við listamennina á eftir.
Meira

Útgáfuhóf bókarinnar um Eyþór Stefánsson

Næstkomandi föstudag verður haldið útgáfuhóf bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld Ævisaga, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman en gefin út af Sögufélagi Skagfirðinga. Bókin kemur út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks árið 1971.
Meira

Heimur Jóns og Helgu – Málþing í Kakalaskála

Laugardaginn 28. ágúst verður haldið málþing um Jón Arason, Hólabiskup, en hann var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi fyrir siðaskipti, og Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu hans. Málþingið átti að fara fram í fyrrasumar en var frestað vegna Covid.
Meira