Útgáfuhóf bókarinnar um Eyþór Stefánsson
Næstkomandi föstudag verður haldið útgáfuhóf bókarinnar Eyþór Stefánsson tónskáld Ævisaga, sem Sölvi Sveinsson hefur tekið saman en gefin út af Sögufélagi Skagfirðinga. Bókin kemur út í tilefni 120 ára fæðingarafmælis Eyþórs sem einnig ber upp á 150 ára byggðarafmæli Sauðárkróks. Eyþór fæddist árið 1901 og var kjörinn heiðursborgari Sauðárkróks árið 1971.
Í tilkynningu frá Sögufélaginu kemur fram að Sölvi muni mæta á staðinn, spjalla um Eyþór og bókina og jafnvel má búast við því að gestir fái að heyra hvernig hann tvinnaði saman vinnu sína við ævisöguna og smásagnasafnið Lög unga fólksins sem hann er nýbúinn að senda frá sér og Feykir hefur sagt frá.
Útgáfuhófið hefst kl 4 síðdegis á KK-Restaurant, Aðalgötu 16 á Sauðárkróki, neðri hæð og þar vera léttar veitingar í boði og bókin til sölu á sérstöku tilboðsverði. Allir eru velkomnir en gestir minntir á sóttvarnareglur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.