Það var lagið

Jólalag dagsins - Stúfur

Þvörusleikir kom í nótt til byggða en ekki tókst Feyki að finna neitt lag sem tileinkað er honum einum en í gær kom Stúfur og hann þekkja allir. Baggalútur samdi stórgott lag um þann ágæta jólasvein og var jólalag Baggalúts 2017. Lagið fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu– og Leppalúðason og á Bragi Valdimar Skúlason bæði lag og texta. Myndbandið var í höndum Hugleiks Dagssonar og fjöldi tónlistarmanna kom að undirleik og flutnigi lagsins.
Meira

Jólalag dagsins – Á Þorláksmessukvöldi

Þó að enn séu nokkrir dagar í Þorláksmessu er samt tilvalið að setja nýjasta jólalag landsins í loftið, þó það fjalli um þann daginn. „Í dag er ég þakklátur, stoltur og glaður!“ sagði höfundurinn við tíðindamann Feykis í gær þegar hann var spurður út í tilurð lagsins. Höfundurinn er Skagfirðingurinn Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd, en í dag býr hann og fjölskyldan í Noregi.
Meira

Jólalag dagsins - Ó, Jesúbarn

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og þá er kveikt á öðru aðventukertinu, sem nefnist Betlehemskerti. Þá er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Í tilefni þess hlustum við á jólalag tileinkað Jesúbarninu eftir Skagfirðinginn Eyþór Stefánsson við ljóð Jakobs Jóhannessonar Smára, skálds, málfræðings og kennara, er fæddist á Sauðafelli í Miðdölum 9.10. 1889.
Meira

Jólalag dagsins - Aleinn um jólin

Á stórtónleikunum Jólagestum Björgvins árið 2017 sungu þeir meistarar Björgvin Halldórsson og Stefán Karl Stefánsson saman lagið “Aleinn um jólin” í Hörpu og vakti atriðið mikla lukku. Lagið var samið fyrir plötuna Jól í Latabæ en eins of flestum er kunnugt fór Stefán með hlutverk Glanna glæps.
Meira

Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú fara jólasveinarnir að tínast til byggða hver af öðrum og sá fyrsti, Stekkjastaur, leggur af stað í kvöld og kíkir á skóbúnað í gluggum barna í nótt. Þá er nú við hæfi að spila lagið um það þegar sveinki mætir á svæðið.
Meira

Jólalag dagsins – Rauð jól

Það er sosum ekki búið að gefa það út hvort jólin í ár verði hvít eða rauð en veðrið í dag gefur tilefni til að ætla að sá snjór sem þegar er kominn á láglendið muni minnka eða hverfa með öllu. Eitt lag fannst í einfaldri leit Feykis á Google þar sem sungið er um rauð jól en þá er reyndar ekki verið að syngja um snjólausa jörð.
Meira

Jólalag dagsins - Dansaðu vindur

Lagið Dansaðu vindur kom út á plötu Frostrósa, Heyr himnasmiður, árið 2008, sungið af hinni færeysku Eivøru Pálsdóttur, við texta Kristjáns Hreinssonar. Lagið er sænskt að uppruna, samið af Peter Grönvall en sænska textann samdi kona hans Nanne Grönvall.
Meira

Jólalag dagsins - Einmana á jólanótt

Ekkert virðist sorglegra en hírast einmana á jólanótt líkt og Diddú syngur um í jólalagi dagsins. „Hvers vegna fórstu frá mér? Lítið jólatré, einmana og yfirgefið eins og ég. Öllum sama er, halda sína leið og eftir er ég hér, einmana á jólanótt.“
Meira

Jólalag dagsins - Ég hlakka svo til

„Ég hlakka svo til“, er eins og mörg önnur íslensk jólalög, eftir ítalska höfunda. Lagið heitir „Dopo La Tempesta“ á frummálinu og er eftir Gianni Bella og Alberto Salerno. Á Rúv.is segir að lagið hafi upphaflega verið flutt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Ítalíu árið 1988 en náði ekki alla leið, eins og sagt er.
Meira

Jólalag dagsins - Ef ég nenni

Heima með Helga hefur lokið göngu sinni á Skjá einum, í bili að minnsta kosti, en þættirnir nutu mikilla vinsælda í kófinu eins og flestir landsmenn vita. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið á skjánum í gærkvöldi er algjör óþarfi að kíkja ekki á kallinn.
Meira