Það var lagið

Aukatónleikar á Skagfirska tóna

Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira

Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum - Tónleikar í Sæluviku

„Aldeilis, sérdeilis frábært að geta loksins deilt svona viðburði,“ skrifar Hulda Jónasdóttir, tónleikahaldari, á Facebooksíðu sína en framundan eru tónleikar í Sæluviku; Skagfirskir tónar frá skagfirskum konum. Flutt verða lög eftir þrettán skagfirskar tónlistarkonur í nýjum tónleikasal Gránu Bistro á Sauðárkróki, laugardaginn 1. maí.
Meira

Gillon með nýtt lag

Út er komið lagið Má ekki elska þig. Lagið er þriðja kynningarlag plötunnar „Bláturnablús“, en sú plata er í vinnslu og væntanleg síðar á árinu. Tekið er upp í Stúdíó Benmen og er upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Flytjandi:Gillon.
Meira

Mikið um rafræna viðburði í óhefðbundinni Sæluviku

Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.
Meira

Lemon opnaði á Króknum í gær

Sjötti Lemon staðurinn á landinu opnaði á Sauðárkróki í gær en hann er staðsettur á Aðalgötu 20b, þar sem Þreksport var áður til húsa. „Það var yndisleg stund í morgun þegar Hjalti Vignir Sævaldsson, sem dreginn var út sem fyrsti viðskiptavinurinn, mætti og opnaði formlega staðinn fyrir okkur,“ segir á Facebook-síðu staðarins.
Meira

Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti

Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Meira

Öllum skylt að sótthreinsa hendur áður en matur er sóttur á hlaðborðið

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 18. mars og byggja í meginatriðum á tillögum sóttvarnalæknis sem fela fyrst og fremst í sér auknar kröfur um skráningu gesta og smitgát í tengslum við viðburði. Þá eru einnig gerðar ríkari kröfur til sóttvarnaráðstafana þar sem boðið er upp á hlaðborð.
Meira

Frozen í Bifröst – Viðtal við leikstjóra og leikara :: Uppfært: Frumsýningu frestað.

Frumsýning á leikritinu Frozen í flutningi 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki fer fram í dag kl. 17, og önnur sýning strax um kvöldið kl. 20. Feykir leit við á æfingu í gær og heyrði í leikstjórum og leikurum sem hlökkuðu mikið til að fá áhorfendur í salinn. Uppfært: Frumsýningu frestað fram til morguns.
Meira

Mottukeppnin fær frábærar viðtökur

Nú í mars fór mottukeppnin í gang eftir fimm ára hlé og er samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu er hún í fullum gangi og fær frábærar viðtökur. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis, Skokkhóp Vals og bændurna á Gilsbúinu í Skagafirði.
Meira

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni í vikunni

Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra eru komnir á ferðina á ný á með sölubílinn sinn góða en í dag verður boðið upp á ýmislegt góðgæti á Skagaströnd við Vörusmiðju BioPol milli klukkan 11 og 13. Seinni partinn verður svo farið á Blönduós og selt við B&S Restaurant frá klukkan 15 - 17.
Meira