Aukatónleikar á Skagfirska tóna
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið, Mannlíf
26.04.2021
kl. 14.17
Nú er nánast uppselt á tónleikana Skagfirskir tónar sem Hulda Jónasdóttir stendur fyrir næsta laugardagskvöld á Gránu Bistro á Sauðárkróki en þar verða flutt lög eftir skagfirskar tónlistarkonur. Því hefur verið ákveðið að blása til aukatónleika sama dag kl 17. Hulda segir fólk hafa tekið vel í smá upplyftingu í lok Sæluviku og aðeins séu örfáir miðar eftir. Segir hún að félagar í Félagi eldri borgara í Skagafirði fái 50 % afslátt af miðaverðinu á þá tónleika svo það er um að gera að bregðast skjótt við og tryggja sér miða.
Meira