Það var lagið

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Jólin í Gránu á laugardaginn

Gömlu góðu jólalögin verða flutt af vöskum söngvurum og hljóðfæraleikurum úr Skagafirði næstkomandi laugardagskvöld í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki. Að sögn Huldu Jónasar, tónleikahaldara, er um ljúfa tónleika að ræða þar sem þemað eru gömlu góðu jólalögin sem allir þekkja og hafa fylgt okkur í gegnum áranna rás.
Meira

Geiri með fjöldasöng í Miðgarði annað kvöld

„Ég hef verið með þetta í hausnum lengi, að fá fólk til að koma og syngja sjálft. Við reyndum þetta á laugardaginn var á Græna hattinum á Akureyri og troðfylltum hann,“ segir Geirmundur Valtýssonaðspurður út í söngkvöld sem hann verður með í Miðgarði á morgun.
Meira

Rokkkórinn með tónleika á Hvammstanga og söngleikur í vor - Ingibjörg Jónsdóttir tekin tali

Þann 19. nóvember nk. mun Rokkkórinn á Hvammstanga halda tónleika þar sem flutt verða níu lög við undirspil fimm manna hljómsveitar. Einhverjir kórmeðlimir munu einnig syngja einsöng en einn gestasöngvari kemur fram og syngur á móðurmáli sínu, portúgölsku. Rokkkór er eitthvað sem ekki hefur áður verið starfandi í Húnaþingi og því lá vel við að spyrja kórstjórann hvernig í málinu liggur.
Meira

Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út

Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira

Háklassa vitleysa með útþvældum frösum og bröndurum :: Viðtal við höfunda Villimanna og villtra meyja

Um helgina fer fram gleðigjörningur mikill í Höfðaborg á Hofsósi þegar hugverk þeirra Jóhönnu Sveinbjargar Traustadóttur og Margrétar Berglindar Einarsdóttur, Þytur í laufi: Villimenn og villtar meyjar, verður frumsýnt. Feykir forvitnaðist um þær stöllur og leikverkið sem klárlega á eftir að kitla hláturtaugar sýningargesta.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Skilaboðaskjóðan frumsýnd í gær – Flott sýning sem höfðar til allra

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi Skilaboðaskjóðuna í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi en eins og áður hefur komið fram í fréttum er það í fyrsta skipti sem leikfélagið frumsýnir verk sitt þar. Á sviðinu mátti sjá blöndu af reyndum og óreyndum leikurum sem töfruðu fram skemmtilega frásögn þessa skemmtilega leikrits Þorvaldar Þorsteinssonar.
Meira

Brúðuleikhús er hreint alls ekki bara fyrir börn :: Alþjóðlega brúðulistahátíðin á Hvammstanga

Um næstu helgi fer fram alþjóðlega brúðulistahátíðin HIP Fest (Hvammstangi International Puppetry Festival). Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin fer fram en hún hefst föstudaginn 7. október og stendur fram á sunnudag 9. október. Mikilvægt að mynda góð tengsl við þessa erlendu listamenn upp á framtíðar samvinnu, segir Greta Clough.
Meira

Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson komin út

Út er komin ljóðabókin Dýrin á Fróni eftir Alfreð Guðmundsson, grunnskólakennara á Króknum. Hér er um að ræða myndskreytta vísnabók um nokkur algeng íslensk dýr fyrir alla aldurshópa.
Meira