Skagafjörður

Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.
Meira

Vesturbæingar kræktu í Covid-smit og koma ekki á Krókinn í kvöld

Það var eftirvænting á Króknum fyrir leik Tindastóls og KR í Subway-deildinni sem fram átti að fara í Síkinu í kvöld en því miður hefur leiknum verið frestað þar sem upp kom Covid-smit í leikmannahópi Vesturbæinganna. Vegna smita, ýmist í leikmannahópi Tindastóls eða andstæðinga þeirra, hefur Tindastólsliðið aðeins leikið tvo leiki síðustu sex vikurnar og vonandi eru kapparnir okkar enn með á hreinu hvað snýr upp og niður á boltanum.
Meira

Hinn þögli meirihluti :: Leiðari Feykis

Brátt fá íbúar Húnavatnshrepps, Blönduóss, Akrahrepps og Svf. Skagafjarðar að ganga að kjörborðinu og hlutast til um framtíð síns sveitarfélags í sameiningarkosningum sem fram fara þann 19. febrúar næstkomandi. Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá eru þessi fjögur sveitarfélög ekki að sameinast í eina sæng heldur freista samningarnefndir þess að koma Húnvetningum saman annars vegar og Skagfirðingum hins vegar.
Meira

Geggjaður fiskréttur og einföld skyrterta

Matgæðingar í tbl 16, 2021, voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Gunnar Kristinn Ólafsson. Þau búa á Blönduósi og eiga saman fimm börn. Gunnar starfar hjá Ísgel ehf. sem er í þeirra eigu ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Kristín er menningar-, íþrótta-, og tómstundafulltrúi Blönduósbæjar.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira

Saga hrossaræktar – hrossasalan :: Kristinn Hugason skrifar

Ágætu lesendur, áður en ég vík að efni greinarinnar vil ég óska ykkur gleðilegs og farsæls nýs árs en þetta er fimmta árið sem birtast munu reglulega greinar hér í Feyki frá Sögusetri íslenska hestsins. Í þessari grein verður fjallað um hrossasöluna hér innanlands fyrr og nú og útflutninginn sem á sér lengri og fjölskrúðugri sögu en margur hyggur. Í næstu grein verður svo fjallað sérstaklega um uppbyggingu reiðhrossamarkaða erlendis.
Meira

Var að ljúka við að prjóna hestalopapeysu á ömmustelpuna mína

Í dag býr Björg á Blönduósi en hefur búið í Austur-Húnvatnssýslu í 44 ár en áður bjó hún á Sveinsstöðum í Húna-vatnsshreppi þar sem sonur hennar og tengdadóttir stýra nú búi. Hún á fjögur börn en auk sonar hennar á Sveins-stöðum búa tvö börn á Blönduósi en yngsta dóttirin býr í Reykjavík. Björg á níu barnabörn og þrjú barnabarna-börn og bráðum verða þau fjögur.
Meira

Kjósum já – fyrir framtíðina

Í lok apríl 2021 hófust óformlegar viðræður milli sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Sveitarfélögin hafa alla tíð átt í umfangsmiklu samstarfi um ýmsa þjónustu og því þóttu viðræðurnar eðlilegt framhald á nánu og vaxandi samstarfi sveitarfélaganna undanfarin ár.
Meira

Fjársjóður í fólki :: Áskorandi Guðný Káradóttir, brottfluttur Skagfirðingur

Þegar Hulda Jónasar Króksari og vinkona mín sendi mér áskorandapennann þá hugsaði ég: „Já ég er Skagfirðingur, ekki bara Króksari“. Ræturnar liggja nefnilega víða um Skagafjörðinn.
Meira