Skagafjörður

Óx fær Michelin-stjörnu

Brottflutti skagfirðingurinn Þráinn Freyr Vigfússon, einn eigenda veitingastaðarins Óx í Reykjavík, tók nú á dögunum við hinni eftirsótti Michelin-stjörnu fyrir hönd veitingastaðarins.
Meira

Seiglusigur Stólastúlkna í slagveðursslag í Grindavík

Stólastúlkur sóttu sigur á Suðurnesið í kvöld þegar þeir sóttu lið Grindvíkinga heim. Lið Grindvíkinga var í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í þriðja. Staðan á toppi deildarinnar er hrikalega jöfn og spennandi og ljóst að liðin mega lítið misstíga sig. Það gerðu Stólastúlkur að sjálfsögðu ekki og gerðu tvö mörk á lokakafla leiksins og útslitin því 0-2.
Meira

Starf forstjóra Byggðastofnunar auglýst

Í gær var auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Byggðastofnunar. Snemma á árinu var Aðalsteinn Þorsteinsson, þáverandi forstjóri Byggðastofnunar, settur forstjóri Þjóðskrár Íslands tímabundið. Samtímis var Arnar Már Elíasson settur tímabundið í embætti forstjóra Byggðastofnunar en hann var áður staðgengill forstjóra. Í vor var Aðalsteinn síðan skipaður skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu og mun þar af leiðandi ekki hverfa aftur til Byggðastofnunar.
Meira

Húnavaka rétt handan við hornið

Nú styttist í Húnavöku og dagskráin komin út. Á dagskrá eru bíngó til styrktar meistaraflokks Kormáks/Hvatar, myndlistasýningin FLÓI, Veltibíllinn í boði Sjóvá, bókamarkaður og glæsileg fjölskyldudagskrá.
Meira

Sjónhorni og Feyki seinkar

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.
Meira

Hundur féll tæpa 20 metra niður í grýtta urð

Um klukkan 18:50 í gærkvöldi var björgunarsveitin í Skagafirði kölluð út. Hundurinn Þoka, hundur Steinars Gunnarssonar, hafði þá hætt sér of nærri klettabrún við Gönguskarðsána og fallið fram af klettinum niður tæpa 20 metra í gilið og lent í grýttri urð, rann hún þar niður að flæðarmáli.
Meira

KRISTNIBOÐSMÓTIÐ Á LÖNGUMÝRI Í SKAGAFIRÐI 8. - 10. JÚLÍ 2022

Mótið hefst föstudaginn 8. júlí, kl. 21:00. Fjölbreytt dagskrá alla helgina! Laugardaginn kl. 17:00 verður kristniboðssamkoma Sunnudag kl. 11:00 verður messa í Glaumbæjarkirkju. Predikari er Leifur Sigurðsson kristniboði.
Meira

Sumarmessa í Knappstaðakirkju

Sunnudaginn 10. júlí kl.14 verður hin árlega sumarmessa haldin í Knappstaðakirkju og eru hestamenn sérstaklega hvattir til að mæta á fákum sínum. Stefán Gíslason spilar undir almennan safnaðarsöng. Sr. Gísli Gunnarsson þjónar. Að messu lokinni verður boðið upp á kaffi í kirkjugarðinum.
Meira

Kópavogspiltar höfðu betur í toppslagnum

Það var toppslagur í B-riðli 4. deildar í gærkvöldi þegar Tindastólsmenn sóttu kappana í liði KFK heim. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi og ljóst að sigurliðið væri komið í lykilstöðu í riðlinum. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli á Króknum í fyrstu umferðinni í sumar og þá var ljóst að mótherjinn hafði á að skipa vel spilandi liði. Það fór svo í gær að þeir reyndust örlítið sterkari á svellinu og uppskáru 3-2 sigur.
Meira

Sumarið er tíminn

„Sumrin eru ávallt nýtt vel til framkvæmda og er sumarið í ár þar engin undantekning,“ segir í frétt á Skagafjörður.is. „Nýjar götur og ný hús rísa og fjölbreyttar framkvæmdir erum í gangi um allan Skagafjörð.“
Meira