Skagafjörður

„Þetta er allt að koma,“ segir VALDÍS

Nú fyrir stuttu sendi Króksarinn VALDÍS nýtt lag út í netheima en það er ljúf ballaða sem kallast story for you sem hún segir að fjalli um að sakna gömlu tímanna „...þegar maður var ungur og áhyggjulaus.“ Lagið er samið af Rasmus Ladefoged Lampon og Isu Tengblad, Halldór Smárason spilar á píanó og Anton Ísak pródúseraði. Feykir tók púlsinn á Valdísi Valbjörnsdóttur í hádeginu.
Meira

Félagsleikar Fljótamanna 2022 um verslunarmannahelgina

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir öðru sinni um verslunarmannahelgina og byrjar fjörið á föstudagskvöld með tónleikum Gertrude and the flowers.
Meira

Býr í röngu póstnúmeri til að fá byggðarkvóta

Umsókn Þorgríms Ómars Tavsen um byggðarkvóta var hafnað af fiskistofu fyrir skemmstu. Þorgrímur gerir út bát sinn frá Sauðárkrók en fær ekki byggðarkvóta vegna þess að hann er ekki skráð lögheimili á Króknum.
Meira

Minnisvarði um Drangeyarsund Erlings

Nú þegar 95 ár eru síðan Erlingur Pálsson vann það afrek að synda Drangeyjarsund, fyrstur manna eftir Gretti „sterka“ Ásmundarsyni, munu afkomendur Erlings Pálssonar afhenda sveitarfélaginu Skagafirði minningarskjöld um Drangeyjarsund Erlings þann 23. júlí næstkomandi.
Meira

Íslandsmeistarinn í götubita á Króknum í dag

Nýkrýndur Íslandsmeistari í Götubita fólksins 2022, Silli kokkur, mætir með veitingavagninn á planið hjá Gylfa Ingimars við Hegrabrautina á Króknum í dag, miðvikudaginn 20. júlí, og það ekki í fyrsta skipti. Silli fer annað veifið hringferð um landið með veitingavagninn en þetta ku vera fyrsta giggið hans eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn.
Meira

Chloe Wanink til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Chloe Wanink um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur. Chloe er öflugur bakvörður og skytta en hún spilaði síðast fyrir University of Mary þar sem hún var fyrirliði liðsins og með 47,4% þriggja stiga nýtingu. Hún er frá Cameron í Wisconsin, er 25 ára gömul og 170 sm á hæð.
Meira

Dögun hlaut 20 milljón króna styrk til orkuskipta

Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum og nú hefur sjóðurinn tilkynnt um hverjir hljóta styrki. Alls var úthlutað til 137 verkefna víðs vegar um landið og þar af hlutu ellefu verkefnií Húnavatnssýslum styrki og þrjú í Skagafirði. Dögun ehf. rækjuvinnsla á Sauðárkróki hlaut hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra eða 20 milljónir króna til orkuskipta en í Húnavatnssýslum fékk Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir hæsta styrkinn, tæplega 14 milljóni króna, til að tengja Þorgrímsstaði við dreifikerfi RARIK og minnka þannig olíunotkun.
Meira

Tuttugasta hátíð Elds í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi hefst formlega á morgun með setningarhátíð við Félagsheimilið á Hvammstanga klukkan 17:30. Eftir setningarathöfnina verður alþjóðamatur í Félagsheimilinu, í boði hinna ýmsu þjóðarbrota Húnaþings vestra. Þá munu harmonikkuspilarar Húnaþings vestra sömuleiðis stíga á stokk.
Meira

Druslugangan kemur á Sauðárkrók

Þann 23. júlí næstkomandi verður haldin í fyrsta skipti drusluganga á Sauðárkrók, þar sem gengið verður frá Árskóla og niður í bæ. Varningur verður seldur á staðnum og skiltum útdeilt. kvöldið áður, 22. júlí, verður pepp-kvöld á Grand-inn bar þar sem gerð verða skilti fyrir gönguna og stemmingin rifin upp.
Meira

Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum.Systkinin Anna Karen Hjartardóttir og Arnar Geir Hjartarson unnu mjög sannfærandi sigur í meistaraflokkunum.
Meira