Skagafjörður

Dögun hlaut 20 milljón króna styrk til orkuskipta

Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum og nú hefur sjóðurinn tilkynnt um hverjir hljóta styrki. Alls var úthlutað til 137 verkefna víðs vegar um landið og þar af hlutu ellefu verkefnií Húnavatnssýslum styrki og þrjú í Skagafirði. Dögun ehf. rækjuvinnsla á Sauðárkróki hlaut hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra eða 20 milljónir króna til orkuskipta en í Húnavatnssýslum fékk Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir hæsta styrkinn, tæplega 14 milljóni króna, til að tengja Þorgrímsstaði við dreifikerfi RARIK og minnka þannig olíunotkun.
Meira

Tuttugasta hátíð Elds í Húnaþingi

Eldur í Húnaþingi hefst formlega á morgun með setningarhátíð við Félagsheimilið á Hvammstanga klukkan 17:30. Eftir setningarathöfnina verður alþjóðamatur í Félagsheimilinu, í boði hinna ýmsu þjóðarbrota Húnaþings vestra. Þá munu harmonikkuspilarar Húnaþings vestra sömuleiðis stíga á stokk.
Meira

Druslugangan kemur á Sauðárkrók

Þann 23. júlí næstkomandi verður haldin í fyrsta skipti drusluganga á Sauðárkrók, þar sem gengið verður frá Árskóla og niður í bæ. Varningur verður seldur á staðnum og skiltum útdeilt. kvöldið áður, 22. júlí, verður pepp-kvöld á Grand-inn bar þar sem gerð verða skilti fyrir gönguna og stemmingin rifin upp.
Meira

Anna Karen og Arnar Geir klúbbmeistarar GSS 2022

Meistaramót GSS fór fram dagana 12.-16. júlí. Tæplega 60 þátttakendur tóku þátt í mismunandi flokkum. Keppt var í Meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2 flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki og barnaflokkum.Systkinin Anna Karen Hjartardóttir og Arnar Geir Hjartarson unnu mjög sannfærandi sigur í meistaraflokkunum.
Meira

Langaði að verða atvinnumaður í fótbolta frá unga aldri

Feykir heilsar upp á nýja liðskonu Stólastúlkna sem spila í Lengjudeildinni í sumar. Það er Hannah Jane Cade en hún er ein þriggja bandarískra stúlkna sem leik með liði Tindastóls. Hinar tvær kannast flestir við enda búnar að staldra talsvert við á Króknum en það eru þær Murielle Tiernan og Amber Michel. Hannah tekur í raun sæti Jackie Altshculd sem hafði spilað með liði Tindastóls þrjú síðustu ár en spilar nú sinn fótbolta í Bandaríkjunum.
Meira

Mikilvægur sigur Tindastóls gegn Úlfunum

Tindastólsmenn fóru suður í dag og spiluðu við lið Úlfanna á Framvellinum í 4. deildinni. Leikurinn var ansi mikilvægur en nú er barist um sæti í úrslitakeppninni í haust. Lið Úlfanna var eitt tveggja liða sem Stólunum tókst ekki að leggja að velli í fyrri umferðinni en liðin gerðu þá 2-2 jafntefli í spennandi leik. Hefðu Stólarnir tapað hefðu Úlfarnir komist upp að hlið þeirra á töflunni en sú varð ekki raunin því Stólarnir náðu í flottan 2-3 sigur og styrktu stöðu sína í riðlinum.
Meira

Skaparinn lék sér með skæru litina

Hverjum þykir víst sinn fugl fagur en það er þó sennilega staðreynd að Skagfirðingum finnst fátt tilkomumeira en Fjörðurinn þeirra fagri þegar sumarsólin litar miðnæturhimininn við ystu sjónarrönd. Þau hafa ekki verið mörg þannig kvöldin í sumar en í gær tók skaparinn sig til og sturtaði úr litakassanum sínum og skapaði listaverk sem ekki var hægt að líta framhjá.
Meira

Útitónleikar Húnavöku í kvöld og stútfull dagskrá alla helgina

Húnavaka á Blönduósi hófst í gær og er þetta í 19. skipti sem þessi metnaðarfulla bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt frétt Húnahornsins þá verða útitónleikar á Húnavöku í kvöld og fara þeir fram aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið á Sauðárkrók síðan 1977

Um hádegisbilið í dag lagðist skemmtiferðaskipið Hanseatic Nature að bryggju á Sauðárkróki, það fyrsta frá árinu 1977 er þýska skipið World Discoverer sigldi inn Skagafjörðinn. Skipsins hefur verið beðið með eftirvæntingu í samfélaginu en alls eru fjórar komur bókaðar í sumar, tvær í júlí og tvær í ágúst.
Meira