Dögun hlaut 20 milljón króna styrk til orkuskipta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.07.2022
kl. 17.37
Í vor auglýsti Orkusjóður eftir styrkjum samkvæmt áherslum stjórnvalda í orkuskiptum og nú hefur sjóðurinn tilkynnt um hverjir hljóta styrki. Alls var úthlutað til 137 verkefna víðs vegar um landið og þar af hlutu ellefu verkefnií Húnavatnssýslum styrki og þrjú í Skagafirði. Dögun ehf. rækjuvinnsla á Sauðárkróki hlaut hæsta styrkinn á Norðurlandi vestra eða 20 milljónir króna til orkuskipta en í Húnavatnssýslum fékk Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir hæsta styrkinn, tæplega 14 milljóni króna, til að tengja Þorgrímsstaði við dreifikerfi RARIK og minnka þannig olíunotkun.
Meira