Sjónhorni og Feyki seinkar

Nokkur gömul Sjónhorn geta dimmu í birtu breytt.
Nokkur gömul Sjónhorn geta dimmu í birtu breytt.

Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útgáfu Sjónhornsins og Feykis í þessari viku og eru áhangendur, auglýsendur og áskrifendur beðnir afsökunar á því. Miðlarnir fara að öllum líkindum í dreifingu á morgun, fimmtudag, og ættu því allflestir á drefingarsvæðinu að vera komnir með Sjónhornið í hendur fyrir helgi eins og vanalega.

Alla jafna er Sjónhornið komið í dreifingu á miðvikudagsmorgni og Feykir síðar sama dag. Það er að sjálfsögðu hægt að skoða Sjónhornið á netinu nú þegar og er þá farið inn á Feykir.is og smellt á gula Sjónhorns-hlekkinn neðarlega til hægri á síðunni – nú eða bara með því að smella hér!

Þá er rafrænn Feykir vikunnar þegar opinn þeim sem hafa aðgang að honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir