Skagafjörður

Viðtal - Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor við Háskólann á Hólum

Nú fyrir skemmstu fóru fram rektorskipti við Háskólann á Hólum og tók þá Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við stöðu rektors. Hólmfríður er með meistaragráðu í næringarfræði og doktorsgráðu í matvælafræði, hún hefur komið að mótun og uppbyggingu nokkurra verkefna og er búin að setja sitt mark á nýsköpun hérlendis. Feykir hafði samband við Hólmfríði og forvitnaðist aðeins um þessi tímamót hjá henni og Háskólanum á Hólum.
Meira

Saga hrossaræktar – lagaumhverfi greinarinnar :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu grein var botninn sleginn í umfjöllun um félagskerfi hrossaræktarinnar. Í þessari grein verða gerð skil megin dráttunum í þróun lagaumhverfis hrossaræktarstarfsins í landinu. Ekki er hér um tæmandi yfirlit að ræða heldur verður stiklað á helstu vörðunum.
Meira

Orri Már í 12 manna lokahóp U-18 sem fer til Finnlands

Norðurlandamótið í körfubolta U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna fer fram nú um mánaðamótin í Kisakallio í Finnlandi og er hinn bráðefnilegi leikmaður Tindastóls, Orri Már Svavarsson, í tólf manna lokahópi U-18.
Meira

Eyþór Bárðar í lokahóp á EM U20 í körfubolta

Einn leikmaður Tindastóls, Eyþór Lár Bárðarson, hefur verið valinn í tólf manna lokahóp karlalandsliðs Íslands í körfubolta sem þátt tekur í Evrópumóti FIBA U20 í næsta mánuði. Mótið fer fram dagana 15.-24. júlí í Tbilisi í Georgíu og leikur Íslenska liðið í A-riðli með Eistlandi, Hollandi, Lúxemborg og Rúmeníu.
Meira

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi.
Meira

Reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum kynnt á Samráðsgátt

Reglugerðin er unnin í framhaldi af skýrslu sem starfshópur skilaði til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í lok maí. Hópurinn var skipaður í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum.
Meira

Uppfærðar sóttvarnarreglur hjá HSN 23. júní 2022

Grímuskylda er hjá skjólstæðingum með einkenni öndunarfærasýkinga eða grun um Covid. Hvetjum eldri skjólstæðinga og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að bera grímu við komu á heilsugæslu.
Meira

Góður sigur gegn liði Augnabliks í kuldanum á Króknum

Lið Tindastóls og Augnabliks mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Króknum í kvöld. Leikurinn var bragðdaufur framan af en gestunum gekk betur að nota boltann þó ekki hafi þeir skapað mikla hættu við mark Stólanna. Föst leikatriði reyndust heimastúlkum drjúg og snemma í síðari hálfleik var ljóst að Stólastúlkur tækju stigin þrjú. Lokatölur 3-0 og Stólastúlkur deila nú efsta sæti deildarinnar með liði FH sem á leik til góða.
Meira

Dalasetrið opnar

Nú um helgina opnar Dalasetrið, nánar tiltekið laugardaginn 25. Júní milli klukkan 14 og 17, og verður tekið á móti gestum og þeim boðið að skoða gestahúsin á Helgustöðum í Unadal og þiggja léttar veitingar í gróðurhúsinu á næsta ári opnar sem Dalakaffi.
Meira

Fjöll gránuðu í nótt á Norðurlandi

Ekki fylgja hlýindi björtustu dögum ársins á Norðurlandi en svo vildi til að í fjöll snjóaði í nótt, a.m.k. í Skagafirði. Áframhaldandi kuldi er í kortunum framundan og væta af og til en upp úr helgi má búast við að úr rætist með hita yfir tíu stigunum.
Meira