Skagafjörður

Langaði að verða atvinnumaður í fótbolta frá unga aldri

Feykir heilsar upp á nýja liðskonu Stólastúlkna sem spila í Lengjudeildinni í sumar. Það er Hannah Jane Cade en hún er ein þriggja bandarískra stúlkna sem leik með liði Tindastóls. Hinar tvær kannast flestir við enda búnar að staldra talsvert við á Króknum en það eru þær Murielle Tiernan og Amber Michel. Hannah tekur í raun sæti Jackie Altshculd sem hafði spilað með liði Tindastóls þrjú síðustu ár en spilar nú sinn fótbolta í Bandaríkjunum.
Meira

Mikilvægur sigur Tindastóls gegn Úlfunum

Tindastólsmenn fóru suður í dag og spiluðu við lið Úlfanna á Framvellinum í 4. deildinni. Leikurinn var ansi mikilvægur en nú er barist um sæti í úrslitakeppninni í haust. Lið Úlfanna var eitt tveggja liða sem Stólunum tókst ekki að leggja að velli í fyrri umferðinni en liðin gerðu þá 2-2 jafntefli í spennandi leik. Hefðu Stólarnir tapað hefðu Úlfarnir komist upp að hlið þeirra á töflunni en sú varð ekki raunin því Stólarnir náðu í flottan 2-3 sigur og styrktu stöðu sína í riðlinum.
Meira

Skaparinn lék sér með skæru litina

Hverjum þykir víst sinn fugl fagur en það er þó sennilega staðreynd að Skagfirðingum finnst fátt tilkomumeira en Fjörðurinn þeirra fagri þegar sumarsólin litar miðnæturhimininn við ystu sjónarrönd. Þau hafa ekki verið mörg þannig kvöldin í sumar en í gær tók skaparinn sig til og sturtaði úr litakassanum sínum og skapaði listaverk sem ekki var hægt að líta framhjá.
Meira

Útitónleikar Húnavöku í kvöld og stútfull dagskrá alla helgina

Húnavaka á Blönduósi hófst í gær og er þetta í 19. skipti sem þessi metnaðarfulla bæjar- og fjölskylduhátíð er haldin. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Samkvæmt frétt Húnahornsins þá verða útitónleikar á Húnavöku í kvöld og fara þeir fram aftan við íþróttamiðstöðina á Blönduósi.
Meira

Íslenska smáforritið HorseDay notað við kennslu í hestafræðideild Háskólans á Hólum

Í vor var íslenska snjallforritinu HorseDay hleypt af stokkunum en með forritinu fæst mikilvæg yfirsýn yfir þjálfun hesta og umhirðu, bein tenging við WorldFeng og GPS skráning við þjálfun hesta og á hestaferðum líkt og þekkist innan annarra tómstunda auk samfélagsumhverfis fyrir íslenska hestinn.
Meira

Fyrsta skemmtiferðaskipið á Sauðárkrók síðan 1977

Um hádegisbilið í dag lagðist skemmtiferðaskipið Hanseatic Nature að bryggju á Sauðárkróki, það fyrsta frá árinu 1977 er þýska skipið World Discoverer sigldi inn Skagafjörðinn. Skipsins hefur verið beðið með eftirvæntingu í samfélaginu en alls eru fjórar komur bókaðar í sumar, tvær í júlí og tvær í ágúst.
Meira

Gunnlaug Sigríður sýnir verk sín í gallerý HÚN

Nýr listamaður opnar sýningu sína í gallerý HÚN á Blönduósi í dag kl. 14:00 og mun sú sýning verða uppi fram yfir miðjan ágúst. Listamaðurinn er að þessu sinni heimamaður, Gunnlaug Sigríður Kjartansdóttir, og verða átta akrílverk til sýnis sem hún hefur gert á námskeiðum hjá Inese Elferte myndlistarkennara.
Meira

Hægt að fylgjast með siglingunni á netinu

Fyrsta skemmtiferðaskipið heimsækir Skagafjörð í dag og leggst væntanlega að bryggju á Sauðárkróki um hádegisbil. Um er að ræða skipið Hanseatic Nature en það hóf ferðina í Noregi en þaðan siglir það til Íslands og síðan Grænlands með allt að 230 farþega. Að sjálfsögðu geta áhugasamir fylgst með siglingunni í beinni á netinu.
Meira

Hanna Rún með hæstu meðaleinkunn

Dagana 10. og 11. júní síðastliðinn voru brautskráðir rúmlega 500 kandídatar frá Háskólanum á Akureyri. Það sem meira er að við brautskráningu kandídata í grunnnámi brautskráðist Hanna Rún Jónsdóttir, frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð, með viðurkenningu frá viðskiptadeild fyrir bestan námsárangur á viðskiptadeild.
Meira

Norðvesturgönguleiðin :: Leiðari Feykis

Gönguferðir hafa í gegnum tíðina ekki verið í uppáhaldi hjá mér af neinu tagi nema tilgangurinn sé á hreinu; ganga meðfram girðingum og athuga hvort staurar séu óbrotnir eða rölta á eftir búpeningi. Þrátt fyrir að ég hafi hingað til talið göngur frá A til B án verkefnis vera tímasóun þá hef ég tekið þátt í slíku og komið á óvart hvað þær geta verið skemmtilegar og gefandi sérstaklega ef gönguhópurinn er vel mannaður.
Meira