Hundur féll tæpa 20 metra niður í grýtta urð
Um klukkan 18:50 í gærkvöldi var björgunarsveitin í Skagafirði kölluð út. Hundurinn Þoka, hundur Steinars Gunnarssonar, hafði þá hætt sér of nærri klettabrún við Gönguskarðsána og fallið fram af klettinum niður tæpa 20 metra í gilið og lent í grýttri urð, rann hún þar niður að flæðarmáli.
Steinar hringdi eftir aðstoð og þegar björgunarsveitina bar að garði var Annemie Milissen dýralæknir búin að gefa hundinum verkjalyf þar sem hann hafði rankað við sér tæpri klukkustund eftir að hafa fallið niður. Einn af björgunarsveitarmönnunum sem mættu á staðin var Jón Kolbeinn Jónsson dýralæknir og gerði hann sér lítið fyrir og hélt á hundinum upp brattan bakkann.
Þoka var vafin inn í teppi og fór þreytt og köld heim með eiganda sínum í hlýuna.
/IÖF
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.