Starf forstjóra Byggðastofnunar auglýst
feykir.is
Skagafjörður
06.07.2022
kl. 14.28
Í gær var auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Byggðastofnunar. Snemma á árinu var Aðalsteinn Þorsteinsson, þáverandi forstjóri Byggðastofnunar, settur forstjóri Þjóðskrár Íslands tímabundið. Samtímis var Arnar Már Elíasson settur tímabundið í embætti forstjóra Byggðastofnunar en hann var áður staðgengill forstjóra. Í vor var Aðalsteinn síðan skipaður skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu og mun þar af leiðandi ekki hverfa aftur til Byggðastofnunar.
Umsóknarfrestur er til 25. júlí næstkomandi. Að loknum umsóknarfresti munu ráðuneytið og stjórn Byggðastofnunar meta þær umsóknir sem berast og innviðaráðherra taka ákvörðun um veitingu embættisins til fimm ára.
/IÖF
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.