Skagafjörður

Rebekka og Inga Sólveig verða með Stólastúlkum í vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimakonurnar Rebekku Hólm Halldórsdóttur og Ingu Sólveigu Sigurðardóttur um að leika með kvennaliðinu komandi tímabil. Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og verður spiluð þreföld umferð. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu 23. september en þá kemur b-lið Breiðabliks í heimsókn.
Meira

Hefur þú öskrað?

Hefurðu tekið þátt í mótmælum? Verið með skilti og öskrað? Tekið þátt í samstöðufundum? Flest svara játandi, enda eiga Íslendingar heimsmet í mótmælum miðað við okkar frægu höfðatölu.Rétturinn til mótmæla er líka sterkur hér og flest fara mótmæli friðsamlega fram...
Meira

Ljómarallið í Skagafirði

Laugardaginn 23. júlí næstkomandi Verður Ljómarall í Skagafirði ræst af stað. Fyrsti bíll fer af stað frá Vélavali í Varmahlíð klukkan átta og verða eknar fjórar leiðir um Mælifellsdal og tvær leiðir um Vesturdal. Úrslitin verða birt í Vélavali klukkan þrjú.
Meira

Gerum betur!

Strandveiðar hafa sýnt og sannað að vera ein öflugasta byggðaaðgerð sem VG kom á sumarið 2009. Vinstri græn undir minni forystu í atvinnuveganefnd leiddu þverpólitíska vinnu á sl. kjörtímabili í að endurskoða strandveiðikerfið í ljósi reynslunnar.
Meira

„Þetta er allt að koma,“ segir VALDÍS

Nú fyrir stuttu sendi Króksarinn VALDÍS nýtt lag út í netheima en það er ljúf ballaða sem kallast story for you sem hún segir að fjalli um að sakna gömlu tímanna „...þegar maður var ungur og áhyggjulaus.“ Lagið er samið af Rasmus Ladefoged Lampon og Isu Tengblad, Halldór Smárason spilar á píanó og Anton Ísak pródúseraði. Feykir tók púlsinn á Valdísi Valbjörnsdóttur í hádeginu.
Meira

Félagsleikar Fljótamanna 2022 um verslunarmannahelgina

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir öðru sinni um verslunarmannahelgina og byrjar fjörið á föstudagskvöld með tónleikum Gertrude and the flowers.
Meira

Býr í röngu póstnúmeri til að fá byggðarkvóta

Umsókn Þorgríms Ómars Tavsen um byggðarkvóta var hafnað af fiskistofu fyrir skemmstu. Þorgrímur gerir út bát sinn frá Sauðárkrók en fær ekki byggðarkvóta vegna þess að hann er ekki skráð lögheimili á Króknum.
Meira

Minnisvarði um Drangeyarsund Erlings

Nú þegar 95 ár eru síðan Erlingur Pálsson vann það afrek að synda Drangeyjarsund, fyrstur manna eftir Gretti „sterka“ Ásmundarsyni, munu afkomendur Erlings Pálssonar afhenda sveitarfélaginu Skagafirði minningarskjöld um Drangeyjarsund Erlings þann 23. júlí næstkomandi.
Meira

Íslandsmeistarinn í götubita á Króknum í dag

Nýkrýndur Íslandsmeistari í Götubita fólksins 2022, Silli kokkur, mætir með veitingavagninn á planið hjá Gylfa Ingimars við Hegrabrautina á Króknum í dag, miðvikudaginn 20. júlí, og það ekki í fyrsta skipti. Silli fer annað veifið hringferð um landið með veitingavagninn en þetta ku vera fyrsta giggið hans eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn.
Meira

Chloe Wanink til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Chloe Wanink um að leika með kvennaliði Tindastóls næsta vetur. Chloe er öflugur bakvörður og skytta en hún spilaði síðast fyrir University of Mary þar sem hún var fyrirliði liðsins og með 47,4% þriggja stiga nýtingu. Hún er frá Cameron í Wisconsin, er 25 ára gömul og 170 sm á hæð.
Meira