Sumarið er tíminn

Séð yfir framkvæmdasvæðið við sundlaugina á Króknum. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR / ÓLAFUR TORFASON
Séð yfir framkvæmdasvæðið við sundlaugina á Króknum. MYND AF VEF SKAGAFJARÐAR / ÓLAFUR TORFASON

„Sumrin eru ávallt nýtt vel til framkvæmda og er sumarið í ár þar engin undantekning,“ segir í frétt á Skagafjörður.is. „Nýjar götur og ný hús rísa og fjölbreyttar framkvæmdir erum í gangi um allan Skagafjörð.“

Er síðan stiklað á stóru og sagt frá listaverkinu sem prýðir nú framhlið Rússlands (Gistiheimilið Miklagarð) við Kirkjutorgið sem hópur áhugamanna undir heitinu Skemmtilegri Skagafjörður stendur á bak við. Þá eru framkvæmdir hafnar við byggingu útivistarskýlis í Litla skógi í Sauðárgili en auk þeirrar byggingar er stefnt á að ljúka við gerð sviðs á árinu.

Einnig er sagt frá uppsetningu aparólu og hönnunar fjölskyldugarðs syðst í Túnahverfi á Sauðárkróki í samvinnu við Kiwanisklúbbinn Freyju. Rekstraraðilar tjaldsvæðanna á Hofsósi og í Varmahlíð hafa opnað aðstöðuhús fyrir gesti tjaldsvæðanna og framkvæmdir við stækkun sundlaugarinnar á Sauðárkróki eru í fullum gangi.

Nánari umfjöllun og myndir má sjá í frétt á Skagafjörður.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir