Fréttir

Jólatónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga

Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga heldur sína árlegu jólatónleika í desember. Um er að ræða þrenna tónleika sem fara fram í Blönduóskirkju og Hólaneskirkju.
Meira

Sungið af hjartans lyst

Senn kemur út bókin Sungið af hjartans lyst en þar skráir Sölvi Sveinsson sögu Friðbjörns G. Jónssonar söngvara. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur bókina út. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Sölva í tilefni af útgáfu bókarinnar og byrjaði að biðja hann um að segja deili á viðfangsefninu.
Meira

Nemendur FNV á faraldsfæti

Dagana 13.-17. nóvember fór hópur nemenda frá FNV til Uherské Hradiště í Tékklandi í Eramsus+ ferð. Í frétt á vef FNV segir að um hafi verið að ræða hluta af verkefninu INCLUSION: A human right and opportunity for all (Mannréttindi og tækifæri fyrir alla) þar sem áhersla er lögð á stuðning og samleið þeirra sem þurfa stuðning vegna ýmissa þátta, líkt og að nota hjólastól, skerðing á sjón eða heyrn, sem og aðrar andlegar eða líkamlegar skerðingar.
Meira

Vilt þú breytingu á stjórn landsins? | Hannes S. Jónsson skrifar

Á laugardaginn kjósum við okkur sextíu og þrjá einstaklinga til að setjast á Alþingi næstu fjögur árin, nýja forystu fyrir landið okkar. Stóra spurningin sem hvert og eitt okkar þarf að spyrja sig að, viljum við breytingar við stjórn landsins eða viljum við óbreytt ástand.
Meira

Ljós víða tendruð um helgina

Aðventan hefst um helgina og víða verða ljós tendruð á jólatrjám, margur maðurinn reyndar löngu búinn að skreyta hús sín og væntan-lega margir sem taka til við það næstu daga.
Meira

Björgunarsveitin Strönd aðstoðaði fasta ökumenn á Þverárfjalli

Seint í gærkvöldi var björgunarsveitin Strönd á Skagaströnd kölluð út vegna sex bíla sem sátu fastir í snjó á Þverárfjalli. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að björgunarsveitarfólk hafi farið úr húsi rétt um hálf tólf og var búið að losa alla bíla um 50 mínútum síðar.
Meira

Hefur gaman af því að tala og vera í félagsskap annarra

Arna Lára Jónsdóttir er Vestfirðingur, borin og barnfædd Ísfirðingur, þar sem hún hef búið mest megnið af sínu lífi fyrir utan námsárin í Reykjavík og Kaupamannahöfn. Sambýlismaður hennar er Ingi Björn Guðnason og eiga þau þrjú börn, Hafdísi, sem stundar doktorsnám í efnafræði í Bretlandi, Helenu, sem er í stýrimannaskólanum og Dagur, sem býr enn í foreldrahúsum. Arna er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og tekur nú oddvitasæti Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.
Meira

Heilbrigðisþjónusta utan lögheimilis – Mismunun og kostnaður foreldra

Nú er verið að ganga til kosninga og því vill ég nýta tækifærið til að vekja athygli á mikilvægi heilbrigðisþjónustu utan lögheimilis, sérstaklega þegar kemur að þjónustu fyrir börn, kostnaður og álag á fjölskyldur sem þurfa að ferðast langar leiðir til að leita eftir heilbrigðisþjónustu. Kerfið þarf að bæta og tryggja að allar fjölskyldur, óháð búsetu, fái sanngjarna meðferð þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu.
Meira

„Mamma vissi að ég yrði kennari“

Álfhildur Leifsdóttir er oddviti VG í Norðvestur kjördæmi í komandi kosningum. Álfhildur er einstæð móðir 11, 17 og 18 ára snillinga og á að auki einn afar vel heppnaðan tengdason. Hún er frá Keldudal í Skagafirði og ólst þar upp við bústörf en undanfarin ár hefur Álfhildur og fjölskyldan búið á Sauðárkróki. Þar kennir hún við Árskóla og er sveitarstjórnarmaður hjá Skagafirði og óhætt að segja að boltarnir hennar Álfhildar séu fleiri sem hún heldur á lofti.
Meira

Fátt betra en að gleyma sér yfir sentimetrum og millimetrum

Stefán Vagn Stefánsson oddviti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki giftur Hrafnhildi Guðjónsdóttur félagsráðgjafa og á með henni þrjú börn, Söru Líf, Atla Dag og Sigríði Hrafnhildi (Lillu). Tvö barnabörn, Rebekku og Stefán Brynjar (og eitt á leiðinni).
Meira