Rabb-a-babb 199: Maggi Jóns

Maggi Jóns. AÐSEND MYND
Maggi Jóns. AÐSEND MYND

Nafn: Magnús Jónsson.
Árgangur: 1976.
Fjölskylduhagir: Við Sigurrós eigum tvo gutta 11 og 12 ára.
Búseta: Bý á Akureyri en flyt á Krókinn í sumar.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er Skagfirðingur í báða ættleggi, ólst upp víða. Best var í sveitinni í Geitagerði hjá afa og ömmu.
Starf / nám: Verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV, viðskiptafræðingur.
Hvað er í deiglunni: Að flytja með fjölskyldunni á Krókinn.

Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Tregur í taumi en þetta slapp allt saman.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rauða slaufan og hvítu jakkafötin, fermdist í Danaveldi og það er aðeins öðruvísi en á klakanum.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi og verktaki

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Grafan, var síðan líka svagur fyrir Star Wars dóti.

Besti ilmurinn? Ný slegið gras

Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Það er að verða 20 ár núna í haust, við hittumst í partýi vestur í bæ.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið (hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst u.þ.b. 17 ára)?Ace of base, í alvöru sko.

Hvernig slakarðu á? Við veiðar eða við eldavélina.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Liverpool leikjum, er forfallinn Púlari í bráðum 40 ár.

Besta bíómyndin (af hverju)? Godfather myndirnar, alger snilld.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Jordan engin spurning.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Elda

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ætli það sé ekki tuddi með benna.

Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís

Hvernig er eggið best? Í bernaise sósu.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ekkert

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Yfirgangur

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Ekki er allt gull sem glóir

Hver er elsta minningin sem þú átt? Úff, ætli það sé ekki bara í sveitinni í fóðurganginum hjá kúnum. Best geymdur þar sem lítið óargadýr.

Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? John Daly, fara í asnalegar buxur, fá sér viskí og sígó og slá samt yfir 300 metra í upphafshöggi.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ef það er ekki búið að gera mynd um bókina þá er hún ekki merkileg. Ég bíð eftir myndinni.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Gamli.

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Jordan, Maradona og John Daly. Það yrði party á eftir.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Síðasta vor þegar Liverpool vann titilinn, ætli ég þurfi ekki að bíða önnur 30 ár eftir næsta….

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Þröngt mega sáttir…

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Alaska, USA. Alltaf langað að fara þangað.

Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Skemmtisiglingu í Karíbahafinu. Veiða Musk uxa á Grænlandi.20+ punda lax, þeir sleppa alltaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir