Sviðsframkoma í Gúttó endurvakin í kvöld

Menningardagskrá í Gúttó á Sauðárkróki í kvöld. Mynd/BÞ
Menningardagskrá í Gúttó á Sauðárkróki í kvöld. Mynd/BÞ

Í tilefni af útgáfu ljóðbókar Skarphéðins Ásbjörnssonar „Rökkur“, verður sviðsframkoma í Gúttó endurvakin og boðið upp á ljóð, tóna og myndlistí kvöld. Skarphéðinn mun lesa úr bókinni, Gillon mun flytja nokkur lög sem og Þórólfur Stefánsson gítarleikari sem gæla mun við klassíska strengi. Dagskrá hefst kl. 20:30 og stendur yfir í rúma klukkustund.

Teikningar úr bókinni eftir Guðbrand Ægi, verða til sýnis auk teikninga úr bók um Þórdísi spákonu sem kom út 2011 en þær hefur listamaðurinn ekki áður sýnt á Sauðárkróki.

Sýning á teikningunum verður svo opin næstu daga á eftir milli 17:00 og 19:00

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir