Einhuga um að flytja starfsemi tónlistarskólans í húsnæði Árskóla

Stefnt er á að flutningi tónlistarskólans verði lokið fyrir næstu áramót.
Stefnt er á að flutningi tónlistarskólans verði lokið fyrir næstu áramót.

Fyrr í vikunni var greint frá því á feyki.is að Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefði lagt til að færa tónlistarnám á Sauðárkróki inn í Árskóla frá og með skólaárinu 2016-2017. Byggðarráð samþykkti tillögu Fræðslunefndar á fundi sínum í gær

Fræðslunefnd óskaði eftir að kannað yrði hvort tónlistarkennsla á Sauðárkróki rúmaðist innan veggja Árskóla og svo reyndist vera. 

„Byggðarráð samþykkir bókun fræðslunefndar og er einhuga í því að öll starfsemi tónlistarskólans á Sauðárkróki verði flutt til framtíðar í húsnæði Árskóla. Leggur byggðarráð áherslu á að flutningi tónlistarskólans verði lokið fyrir næstu áramót og að núverandi húsnæði tónlistarskólans verði selt. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016 og leggja fyrir næsta fund til fullnaðarafgreiðslu,“ segir í fundargerð. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir