Grænumýrarsystur sungu sig í hjörtu landsmótsgesta
feykir.is
Skagafjörður, Hestar, Mannlíf
04.07.2016
kl. 09.07
Systurnar Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur sungu við undirleik Sigvalda Helga Gunnarsson og Magna Ásgeirsson. Mynd/Skjáskot úr myndskeiði/ÓAB.
Systurnar frá Grænumýri í Blönduhlíð, Ragnhildur Sigurlaug og Sigurbjörg Svandís Guttormsdætur, 9 og 6 ára, bræddu hjörtu landsmótsgesta á Hólum í Hjaltadal. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þær koma fram á hátíðinni en þær unnu Söngkeppni barnanna með laginu „Líttu sérhvert sólarlag“ fyrir tveimur árum síðan.
Stúlkurnar stigu á svið á ný á lokahátíð á laugardagskvöldið og tóku þá lagið fyrir troðfullan landsmótsvöll og heilluðu áhorfendur uppúr skónum, eins og þeim er lagið.
Að neðan má sjá systurnar taka lagið að lokinni Söngkeppni barnanna þar sem þær sungu „Líttu sérhvert sólarlag“ eftir lag og ljóð Braga Valdimars Skúlasonar á ný.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.