Ljósmyndasýning á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
13.07.2016
kl. 08.41
Á Húnahorni má sjá að „Leyst úr læðingi“ er nafn á ljósmyndasýningu sem stendur yfir í júlí og ágúst í Íþróttahúsinu á Blönduósi. Ljósmyndarinn heitir Vigdís H. Viggósdóttir en hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í Reykjavík árið 2014. Vigdís hefur farið víða með ljósmyndir sínar en þær eiga allar það sameiginlegt að fjalla um mann, náttúru, samspil efnis og anda.
Sýningin, „Leyst úr læðingi” er tileinkuð komu vorsins, þeirri orku sem losnar úr læðingi bæði í eiginlegri sem óeiginlegri merkinu. Hefur Húnahorn eftir Vigdísi að allt sé mögulegt, upp verði niður og inn verði út. Að lokum segir hún „Njótið þess að stíga út fyrir boxið og sjá lífið í nýju ljósi dag hvern.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.