Kristjana Stefáns og Svavar Knútur í Sauðárkrókskirkju
Söngvaskáldin Kristjana Stefáns og Svavar Knútur halda tónleika í Sauðárkrókskirkju annað kvöld, 6. júlí klukkan 20.00 en tónleikarnir eru partur af tónleikaferð þeirra um landið. Fram að þessu hafa undirtektirnar verið prýðilegar.
Þau Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld þar sem bæði gleði og anguværð ræður ríkjum að ógleymdum örlitlum fíflagangi. Dúettadagskráin er fjölbreytt en má þá helst nefna lög eftir Abba, Dolly Parton, The Righteous Brothers og Pál Ísólfssyni, auk frumsaminna laga. Þá verður eitthvað um ljóðalestur og gamansögur í kirkjunni í bland við dúettana.
Árið 2011 kom út dúettaplatan Glæður með þeim Kristjönu og Svavari og vakti hún gríðargóða lukku.
Miðaverð á tónleikana er kr. 3.500
Börn eru hjartanlega velkomin með og er ókeypis fyrir þau.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.