Sigríður Thorlacius í Borgarvirki í kvöld

Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, verkefnastjórar Elds í Húnaþingi, í Borgarvirki 2013.
Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir, verkefnastjórar Elds í Húnaþingi, í Borgarvirki 2013.

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er hafin og í kvöld verða tónleikar í Borgarvirki, sem eru einn af hápunktum hátíðarinnar. Að þessu sinni mun Sigríður Thorlacius skemmta á tónleikunum. Umhverfið í Borgarvirki er einstakt og hljómburðurinn frábær í þessu stuðlabergsvirki sem stendur skammt frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.

Opnunarhátíð Elds í Húnaþingi var í gær og einnig hið árlega fjallaskokk. Á morgun verður svo fjölskyldudagur á Hvammstanga og dansleikur með hljómsveitinni No More Drama í Félagsheimilinu og tónleikar með Jónasi Sig. og ritvélum framtíðarinnar.

Það eru hjónin Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru verkefnastjórar hátíðarinnar á ár og hafa þau á bak við sig öfluga nefnd. Þá leggja íbúar á svæðinu og fyrirtæki sitt af mörkum til að gera hátíðina sem best úr garði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir