Mannlíf

Fjögurra stóla flutningur Hrafnhildar Víglunds

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Víðidal tekur nú þátt í söngkeppninni Voice Íslands í annað sinn. Í blindprufunni sneru allir dómararnir fjórir sér við og voru augljóslega mjög heillaðir af flutningi hennar. Jewel.
Meira

Hátt í 50 manns hlýddu á hamingjufyrirlestur

Í gærkvöldi stóð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar fyrir fyrirlestri um hamingju í lífi og starfi. „Kvöldið var afar vel heppnað og það mættu um 50 manns til að hlusta á fyrirlestur Önnu Lóu um hamingju í lífi og starfi,“ sagði Aðalheiður Reynisdóttir, meðlimur í klúbbnum, í samtali við Feyki. „Við í Soroptimistaklúbbnum erum afar ánægðar með þessi viðbrögð og vonumst til þess að geta gert þetta jafnvel að árlegum viðburði, þ.e að bjóða upp á fyrirlestur um málefni sem stuðlar að bættum samskiptum og aukinni vellíðan hjá okkur í þessu samfélagi.“
Meira

Örvar lofthræddi í heimsókn í Skagafirði

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.
Meira

Hamingjan í lífi og starfi

Fimmtudaginn 3. nóvember býður Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar upp á opinn fyrirlestur í Húsi Frítímans kl. 20:00. Fyrirlesari er Anna Lóa Ólafsdóttir, ráðgjafi, kennari og fyrirlesari sem heldur meðal annars úti síðunni Hamingjuhornið. Fyrirlesturinn snýst um það sem kemur okkur öllum við: hamingjuna.
Meira

Frambjóðendur og prúðbúnir kjósendur

Margir hafa þann sið að mæta prúðbúnir á kjörstað, enda kjördagur hátíðisdagur í hugum margra. Frambjóðendur eru að sjálfsögðu meðal þeirra sem ekki láta sig vanta á kjörstað. Bjarni Jónsson sem skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs kaus á Sauðárkróki upp úr klukkan níu í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi kaus einnig á Sauðárkróki fyrir hádegi í dag. Eva Pandora Baldursdóttir, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, kaus sömuleiðis á Sauðárkróki, um klukkan fjögur í dag.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira

Gísli á Uppsölum heimsækir Blönduós og aukasýning á Hvammstanga

Kómedíuleikhúsið sýnir hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum á Blönduósi. Leikurinn var frumsýndur á söguslóðum í Selárdal fyrir mánuði síðan og hefur farið víða síðan við einstaklega góðar viðtökur.
Meira

Kaffi með Nes-listamönnum

Á morgun, laugardaginn 29. október verður opið hús í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd frá klukkan 16 til 18. Þar ætla listamenn október mánaðar að sýna verk sín.
Meira

Listamenn innblásnir af veru sinni á Blönduósi sýna í dag

Í dag verður verður áhugaverð sýning í Textílsetrinu í Kvennaskólanum á Blönduósi sem ber yfirskriftina Meditatice Structure. Þar munu textíllistanemar sem dvalið hafa í Textílsetrinu að undanförnu sýna verk sín. Er íbúum á svæðinu boðið að skoða verkin, sem innblásin eru af dvöl þeirra á staðnum.
Meira

Uppselt á Gísla á Uppsölum

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði hefur að undanförnu farið um landið með einleikinn Gísli á Uppsölum, sem er áhrifamikil sýning um einstakan mann, Gísla Oktavíus Gíslason. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu var Stikluþáttur Ómars Ragnarssonar um þennan vestfirska einbúa.
Meira