Allt er nú til - frumflutningur á Íslandi hjá Höfðaskóla á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
03.05.2017
kl. 13.19
Nemendur á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd vinna nú að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til eftir Crouse & Weidman (seinni útgáfa). Tónlist er eftir Cole Porter.
Það er Ástrós Elísdóttir sem leikstýrir hópnum. Hún er að vísu ekki bara leikstjórinn að þessu sinni, heldur líka þýðandi verksins sem og söngtexta. Allt er nú til (á fummálinu Anything goes) hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er hér ekki bara frumsýning á ferðinni, heldur frumflutningur á þessu leikriti hér á landi.
Meira