Mannlíf

Innansveitarkrónika á kosningahelgi

Sönglögin kynna til sögunnar Innansveitarkróniku á kosningahelgi sem ber yfirskriftina Á atkvæðaveiðum. Verður blásið til tveggja skemmtikvölda í tali og tónum þar sem rifjaðar verða upp vísur og gamansögur um frambjóðendur fyrr og nú í bland við perlur úr dægurlagasögunni.
Meira

Stund klámsins

Fyrirlestraröð Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna, Með sunnudagskaffinu, heldur áfram á þessu hausti. Næst mun sagnfræðingurinn Kristín Svava Tómasdóttir halda fyrirlesturinn „Stund klámsins“. Hún vinnur um þessar mundir að bók um sögu kláms á Íslandi, með sérstakri áherslu á 7. og 8. áratug 20. aldar, en fyrirhugað er að bókin komi út árið 2017.
Meira

Jan og Madeline kvödd með stæl

Þann 14. október s.l. voru haldnir kveðjutónleikar á Sjávarborg á Hvammstanga. Þar voru þau Jan Wölke og Madeline Tsoj kvödd með stæl, en þau dvöldu hér á Íslandi frá vormánuðum og fram í október til þess að vinna að heimildarmynd.
Meira

Í sambúð með Árskóla

Tónlistarskóli Skagafjarðar á Sauðárkróki hefur nú verið fluttur í húsnæði Árskóla. Þar með er allt skólahald í sveitarfélaginu fyrir nemendur á Grunnskólaaldri komið undir eitt þak. Þessu var formlega fagnað á starfsmannafundi í Árskóla í gær, þar sem Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla, bauð Svein Sigurbjörnsson, skólastjóra tónlistarskólans, og hans starfsmenn velkomna í hópinn.
Meira

Svavar Knútur og Aðalsteinn Ásberg á menningarkvöldi

Söngvaskáldið Svavar Knútur og rithöfundurinn og söngvaskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson bjóða Blönduósingum og nærsveitungum til menningarkvölds í Blönduóskirkju með ljóðalestri, sögum og skemmtilegri tónlist, sunnudagskvöldið 23. október næstkomandi.
Meira

Hrútadómar í haustblíðunni

Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Meira

Ástin, drekinn og dauðinn

Í tilefni af Bleikum október þetta árið leiddu Sauðárkrókskirkja og Krabbameinsfélag Skagafjarðar saman hesta sína og stóðu fyrir fyrirlestri í Sauðárkrókskirkju í gærkvöldi.
Meira

Mikilvægt að vera einróma og búa til skíra ímynd

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum fagnar 20 ára afmæli sínu um þessar mundir. Var þess meðal annars minnst með ráðstefnu sem haldin var á Grand Hótel í Reykjavík í síðustu viku. Nú eru í boði fjórar námsleiðir við deildina og næsta haust verður þeirri fimmtu bætt við. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan deildin hóf starfsemi haustið 1996, eins og deildarstjórinn, Laufey Haraldsdóttir, rifjaði upp með blaðamanni Feykis í byrjun vikunnar.
Meira

Rakelarhátíð á sunnudaginn

Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 9. október kl. 14.
Meira

Fjárdagur í Fljótum

Á laugardaginn stendur Fjárræktarfélag Fljótamanna fyrir hinu magnaða fjárdegi sínum í fjórða skiptið. Að þessu sinni hefur viðburðinum verið valinn staður að Ökrum í Flókadal í Vestur-Fljótum.
Meira