feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
12.04.2017
kl. 11.01
Það blés hressilega á leið minni austur yfir Héraðsvötnin þegar ég lagði leið mína á frumsýningu Leikfélags Hofsóss á nýjustu uppfærslu sinni, Maður í mislitum sokkum, síðastliðið föstudagskvöld [24. mars – innskot PF]. En það var bara forsmekkurinn að því sem koma skyldi meðan fylgst var með hinni settlegu ekkju Steindóru og nágrönnum hennar og óvæntum gesti á sviðinu í Höfðaborg. Fyrsta atriðið á sviðinu benti til þess að hér væri að ferðinni dæmigerður hurðafarsi en svo reyndist ekki vera. Vissulega gamanleikur en á nokkrum öðrum nótum og ekki síðri skemmtun.
Meira