Mannlíf

Jólahúnar komu tónleikagestum í jólaskap

Á Húnahorninu er haft eftir Jólahúnum að tónleikarnir hafi allstaðar gengið vel og viðtökur verið afskaplega góðar. Til marks um ánægju tónleikagesti hafi þeir fengið óspart hrós og hamingjuóskir og eru þeir mjög þakklátir fyrir það. Aðsókn var með ágætum og má nefna að um 180 tónleikagestir mættu á tvenna tónleika á Laugarbakka.
Meira

Hugguleg stemning á stofutónleikum

Hjónin Hjalti Jónsson frá Blönduósi og Lára Sóley Jóhannsdóttir héldu stofutónleika í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á sunnudaginn var. Að sögn Láru Sóleyjar tókust tónleikarnir „ljómandi vel.“
Meira

Hátíðarstemning þegar kveikt var á jólaljósunum

Það var hátíðarstemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi sl. laugardag. Veðrið var prýðisgott, logn og örlítið frost enda fjölmennti fólk á torgið og skemmti sér vel.
Meira

Lagfærð tímasetning á aðventutónleikum Jólahúna

Í frétt sem segir frá aðventutónleikaröð Jólahúna og hefst á Skagaströnd þann 2. desember, slæddist inn lítil villa sem rétt er að leiðrétta. Tónleikarnir sem verða á Laugabakka 4. desember hefjast klukkan 17:00 en ekki 16:30 eins og áður hafði verið ritað.
Meira

Þekktir rithöfundar lesa upp úr bókum sínum í Safnahúsinu í kvöld

Í kvöld 23. nóvember klukkan 20 verður lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Fjórir rithöfundar koma í heimsókn og lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Arnar Már kemur í stað Bjartmars.
Meira

Samstaða og kærleikur á aðventutónleikum Jólahúna

Hópur sem kallar sig Jólahúna stendur fyrir aðventutónleikum í Húnaþingi vestra og Austur-Húnavatnssýslu, þar sem tónlistarmenn úr báðum héruðum leiða saman hesta sína á fernum tónleikum.
Meira

Öflug útgáfustarfsemi hjá Sögufélagi Skagfirðinga

Aðalfundur Sögufélags Skagfirðinga var haldinn á sunnudaginn. Að sögn Hjalta Pálssonar komu út tvær bækur á vegum félagsins á árinu 2015, annars vegar Skagfirðingabók og hins vegar Dagar handan við dægrin eftir Sölva Sveinsson, sem Hjalti segir að hafi hlotið mjög góðar viðtökur.
Meira

Gísli á Uppsölum kemur á Krókinn

Leikferð Kómedíuleikhússins með hið vinsæla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram út árið og nú er sýningin væntanleg á Sauðárkrók. Verður sýnt þar á sunnudaginn eftir viku.Er þetta önnur leikferðin á Norðurland.
Meira

Safnljóð Gísla Þórs komin út

Út er komin ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, Safnljóð 2006-2016, en um er að ræða úrval ljóða úr þeim fimm ljóðabókum sem áður hafa komið út frá sama höfundi. Bækurnar spanna tímabilið frá árinu 2006 til 2010. Einnig er að finna texta við lög Gísla af fjórum plötum sem hann hefur gefið út á árunum 2012 -2016.
Meira

Bólu-Hjálmar settur á frest

Dagskrá sem vera átti um Bólu-Hjálmar í tilefni af Degi íslenskrar tungu á Löngumýri í Skagafirði hefur verið frestað vegna versnandi veðurs og slæmrar veðurspár. Búist er við vaxandi norðan- og norðvestanátt með éljagangi um landið norðanvert.
Meira