Mannlíf

Riðið til kirkju að Ábæ

Farið verður í kristilega menningarferð að Ábæ í Austurdal sunnudaginn 31. júlí, á vegum hestamannafélagsins Skagfirðings. Þar mun Einar Kristinn Guðfinnsson flytja hugvekju, en sr. Gísli Gunnarsson verður við altarið.
Meira

Prentað með ryði

Nýlega stóð Sumar TÍM fyrir námskeiði í Textílprentun, í Húsi frítímans, fyrir 1.-6. bekk. Inga Birna Friðjónsdóttir hélt utan um námskeiðið en hún lærði fatahönnun í Danmörku.
Meira

„Tónlistarhátíðir verða að stækka“

Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin á Sauðárkróki 11.-13. ágúst. Undirbúningur er nú kominn í fullan gang en nokkur óvissa ríkti um afdrif hátíðarinnar vegna greiðsluþrots Loðskinns, en hátíðin hefur verið haldin í húsakynnum fyrirtækisins. Nú er hins vegar ljóst að hátíðin verður haldin þar, líkt og verið hefur frá upphafi.
Meira

Ofurmenni að gera það gott

Nýjasta lag Króksaranna Arnars Freys Frostasonar og Helga Sæmundar Guðmundssonar, sem skipa eina vinsælustu rappsveit landsins í dag, Úlfur Úlfur, hefur fengið frábærar viðtökur. Lagið skipar nú 16. sæti á vinsældalista Rásar tvö.
Meira

Ærslabelgur risinn á Skagaströnd

Svokallaður „Ærslabelgur“ er risinn á Skagaströnd en um er að ræða uppblásið leiktæki sem er um 100 fermetrar að flatarmáli. Sagt er frá þessu á vefsíðu Skagastrandar.
Meira

Norðanpaunk 2016 - Fréttatilkynning

Árlegt ættarmót pönkara verður haldið á Laugarbakka verslunarmannahelgina 2016 dagana 29. til 31. júlí. Skráning á ættarmótið fer aðeins fram á heimasíðu félags áhugamanna um Íslenska jaðartónlist:www.nordanpaunk.org (engir miðar við hurð!)
Meira

Vesturósbrú Héraðsvatna 90 ára

Mánudaginn í síðustu viku, þann 11. júlí, voru liðin 90 ár frá því að Vesturósbrú Héraðsvatna var vígð að viðstöddu miklu fjölmenni. Frá þessu segir á Facebooksíðunni Sauðárkrókur – bærinn undir Nöfunum.
Meira

„Við þurfum að gæta að jafnvægi á milli ferðaþjónustunnar og selanna“

Á dögunum settust blaðamenn Feykis niður með sérfræðingum Selasetursins en þeir eru nú orðnir fjórir talsins og koma til með að rannsaka seli og umhverfi þeirra á einn eða annan hátt. Okkur lá forvitni á að vita meira um sérfræðingana og rannsóknirnar sem í gangi eru á Selasetrinu þessi misserin.
Meira

Eldur í Húnaþingi hefst á morgun

Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hefst á morgun, miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Það eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Mikael Þór Björnsson sem eru framkvæmdastjórar hátíðarinnar og hafa á bak við sig svokallaða Eldsnefnd sem er þeim til aðstoðar við undirbúninginn.
Meira

Vel sótt Knappstaðamessa

Hin árlega sumarmessa í Knappstaðakirkju í Stíflu í Fljótum var síðasta sunnudag. Fljótamenn, brottfluttir sem heimamenn, sumarbústaðareigendur og fleiri góðir gestir fjölmenntu til messu, þrátt fyrir slæma veðurspá. Rættist enda úr veðrinu og gátu þeir sem ekki komust inn í kirkjuna því setið í kirkjugarðinum á meðan messað var.
Meira