Mannlíf

Samstarf við myndlistamenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörð

Þann 1. júlí næstkomandi verður myndlistarsýningin Nr.1 Umhverfing opnuð á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæði er annars vegar Safnahúsið, og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, NR.1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn.
Meira

Ærslabelgurinn kominn á Hofsós

Ærslabelgurinn sem íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni safna nú fyrir er kominn á Hofsós og nú um helgina var unnið að uppsetningu hans við hliðina á sparkvellinum við skólann. Belgurinn er þó ekki kominn í gagnið og verður ekki blásinn upp fyrr en náðst hefur að safna fé fyrir heildarandvirði hans sem er 2,2 milljónir króna. Nú er söfnunarfé komið upp í 60% af endanlegri upphæð og eru aðstandendur söfnunarinnar hæstánægðir með góð viðbrögð, en betur má ef duga skal.
Meira

Drangey Music Festival í kvöld

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í kvöld og verður þá mikið um dýrðir á Reykjum á Reykjaströnd. Eins og segir á Facebooksíðu hátíðarinnar verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við. Í samtali við Rás 2 í morgun sagði Áskell Heiðar, einn af forsprökkum hátíðarinnar, að útlit væri fyrir góða samkomu og Íslendingar ættu ekki að vera í vandræðum með að klæða af sér kuldann þó hann blési af norðrinu en það ætti nú reyndar að hægja með kvöldinu.
Meira

Lummudagar hafnir í Skagafirði

Skagfirskir Lummudagar voru formlega settir í gær á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Setning var í höndum Steinunnar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga. Eftir setninguna stjórnaði Crossfit 550 léttum og skemmtilegum æfingum fyrir fjölskylduna og Jón Pálmason las ljóð. Mikil og fjölbreytt dagskrá verður um helgina í Skagafirði og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Drangey Music Festival á N4

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin laugardaginn 24. júní nk. á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir kl 20:30. Þetta er í þriðja sinn sem hátiðin er haldin og á Facebooksíðu hennar segir að líkt og fyrri ár verði áherslan á frábæra tónlist og fallega stemningu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Lummudagar í Skagafirði - Mikil gleði framundan

Nú standa fyrir dyrum hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir verða settir á næsta fimmtudag, þann 22. júní. Að vanda verður mikið um að vera, jafnt fyrir unga sem aldna.
Meira

Jónsmessuhátíð heppnaðist vel

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin í 15. sinn nú um helgina í stilltu og hlýju en misþurru veðri. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar fór hún í alla staði vel fram. Margt var sér til gamans gert og sýna meðfylgjandi myndir brot af því besta.
Meira

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Fallegt útsýni og fjölbreytt fuglalíf í Jónsmessugöngu á Hofsósi

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst á morgun og eru íbúar nú á fullu að skreyta og gera sig klára til að taka á móti gestum. Fyrsti liðurinn á dagskrá hátíðarinnar er Jónsmessugangan sem ætíð hefur notið mikilla vinsælda. Gönguleiðin að þessu sinni er frá Kjaftamel í Stafshólslandi, um Axlarveg sem er gamall vegur og reiðleið, yfir í Tumabrekkuland og meðfram Miðhúsagerði uns komið er niður á Siglufjarðarveg rétt norðan við Miðhús í Óslandshlíð. Meðal þess sem fyrir augun ber er malarhóllinn Hastur þaðan sem er mjög fallegt útsýni. Segir sagan að þaðan hafi Grettir Ásmundsson borið stóra steininn, eða Grettistakið, sem stendur í Grafaránni, rétt við við Grafarós, og blasir við frá þjóðveginum. Sigrún Fossberg, fararstjóri í göngunni, segir að gangan sé létt, meira og minna niður í móti þar sem fólki gefist færi á að njóta fallegrar náttúru með miklu útsýni og fjölbreyttu fuglalífi. Jónsmessugangan hefst klukkan 18:00 og verður fólki ekið á upphafsreit með rútu.
Meira

Sjómannadagsgleði á Hofsósi

Á Hofsósi var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur að vanda í gær. Björgunarsveitin Grettir stóð fyrir heilmikilli dagskrá en hún hófst með helgistund sem haldin var í skjóli frá napurri norðangjólunni við Veitngastofuna Sólvík. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir leiddi athöfnina og kirkjukórinn söng við undirleik Stefáns Gíslasonar. Að helgistund lokinni lagði Sonja Finnsdóttir blómsveig að minnisvarða látinna sjómanna.
Meira