Slysavarnardeildin Harpa fagnar 50 árunum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
11.06.2017
kl. 21.45
Slysavarnardeildin Harpa á Hofsósi fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað á uppstigningardag þann 4. maí 1967. Stofnfélagar voru 28 konur og hefur meginmarkmið félagsins alla tíð verið að afla fjár til að styðja við starfsemi björgunarsveitarinnar Grettis. Það hefur félagið gert með ýmsum hætti í gegnum tíðina, meðal annars með sölu á jólapappír og jólakortum, en frá upphafi hefur helsta fjáröflunarleiðin verið kaffisala að lokinni hátíðadagskrá á sjómannadaginn.
Meira