Mannlíf

Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju

Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Meira

Eyþór Ingi í Borgarvirki

Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst og í kvöld verða tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og hefjast þeir kl. 21:00. Á Facebooksíðu Eldsins er mælt með því að fólk mæti á staðinn á réttum tíma. Sætaferðir verða í boði í Borgarvirki og fer rúta frá Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi kl. 20:00 og frá Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:15. Aðeins eru 19 sæti í boði. Skráning í rútuna er á eldurihun@gmail.com.
Meira

Eldurinn hefst í dag

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett klukkan 19:00 í dag á Hvammstanga. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sérlega glæsileg en hún hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu sem endar á hafnarsvæðinu hjá Sjávarborg. Í fararbroddi verða eldfuglar og fleiri skemmtilegar verur ásamt því sem tónlist og almenn gleði verður í göngunni. Niðri á hafnarsvæðinu tekur Eldurinn á móti hátíðargestum og geta þeir hlýtt á tónlist, gætt sér á kjötsúpu, fylgst með Húlludúllu leika listir sínar, keypt góðgæti í Elds-sjoppunni og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, mánudaginn 3. júlí, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Að þessu sinni voru það 25 aðilar sem hlutu styrk úr sjóðnum til margvíslegra menningartengdra verkefna. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina en auk þeirra sitja þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir í stjórn sjóðsins.
Meira

Menningarhátíð í Blönduhlíðinni

Það verður glatt á hjalla í Blönduhlíðinni um næstu helgi þegar menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin á Syðstu-Grund og Kakalaskála dagana 7. og 8. júlí.
Meira

Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.
Meira