Mannlíf

Listamiðstöðin Nes og Vesturfarasetrið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Tvö menningarverkefni á Norðurlandi-vestra hafa verið valin úr hópi 37 umsækjenda á lista Eyrarrósarinnar 2017 og eiga því möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan landsbyggðarinnar og er markmið hennar að beina athygli að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Meira

Mamma Mia endurtekin

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin sl. föstudagskvöld í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar var sett á svið hinn geysivinsæli söngleikur Mamma Mia og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og verður aukasýning á morgun, fimmtudaginn kl. 17:00.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Þjóðsögur og efniviður úr umhverfinu skapa sýninguna Tröll

Í brúðuleikhúsinu Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á nýju brúðuleikverki sem nefnist Tröll, en það verður frumsýnt á Akureyri 11. febrúar næstkomandi.
Meira

Mamma Mia í Miðgarði

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla verður haldin næstkomandi föstudagskvöld 13. janúar í Menningarhúsinu Miðgarði kl 20:00 en þá verður söngleikurinn Mamma Mia sem slegið hefur rækilega í gegn á heimsvísu settur á svið í leikstjórn Helgu Rósar Sigfúsdóttur. Frumgerð tónlistar og söngtexta er eftir Abbameðlimina Benny Andersson og Björn Ulvaeus og er aðeins boðið upp á þessa einu sýningu.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll frumsýnd á Akureyri í febrúar

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður frumsýnt í Menningarfélagi Akureyrar í Hofi á Akureyri 11. febrúar næstkomandi. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Ingimar Pálsson á Sauðárkróki Maður ársins 2016 á Norðurlandi vestra

Ingimar Pálsson, sem rekur fyrirtækið Topphesta á Sauðárkróki, var kosinn Maður ársins2016 á Norðurlandi vestra af lesendum Feykis. Ingimar sem fagnaði 70 ára afmæli sínu á síðasta ári hefur í rúmlega 30 ár rekið reiðskóla og m.a. staðið fyrir sumarnámskeiðum fyrir börn sem notið hafa mikilla vinsælda. „Á hann heiður skilinn fyrir að halda þessi öfluga starfi úti ár eftir ár,” segir m.a. í tilnefningu sem Ingimar fékk.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn halda sameiginlegan nýársfagnað í Húnaveri laugardaginn 14. janúar. Á dagskrá er kórsöngur, kvöldverður, skemmtiatriði og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi.
Meira

Svipmyndir úr Sæluviku

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Heimir með hátíð um áramót

Á morgun, föstudaginn 30. desember, heldur Karlakórinn Heimir í Skagafirði sína árlegu tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Í ár bera tónleikarnir yfirskriftina Hátíð um áramót.
Meira