Vel gengur hjá Heimi í Kanada

Tveir formenn Heimis, Þorvaldur Óskarsson fyrrverandi, og Gísli Árnason núverandi. Mynd af fésbókarsíðu Heimis.
Tveir formenn Heimis, Þorvaldur Óskarsson fyrrverandi, og Gísli Árnason núverandi. Mynd af fésbókarsíðu Heimis.

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú staddur á Íslendingaslóðum í Kanada þar sem raddböndin eru þanin í Vancouver og Victoría en þar verða haldnir tónleikar í samstarfi við Íslendingafélögin á hvorum stað. Sl. laugardag tók kórinn þátt í stóru  kóramóti í Chan Center í Vancouver og söng þar fyrir fullu húsi.

Að sögn Gísla Árnasonar, formanns Heimis, gengur ferðin vel, veðrið kórmönnum hagstætt og gróður í blóma. Á fésbókarsíðu kórsins má sjá bæði myndir og vídeó frá ferðinni. Þess má geta að kórinn mun setja lokapunktinn á Sæluviku Skagfirðinga með tónleikum í Miðgarði laugardaginn 6. maí.

Meðfylgjandi myndband er á fésbókarsíðu Heimis, tekið í St. Andrews kirkju þar sem Heimir heillaði gesti.

Brimlending

Brimlending í St. Andrews kirkju

Posted by Karlakórinn Heimir on 26. apríl 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir