Mannlíf

Stórgóðir konudagstónleikar í Miðgarði

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á stórgóða tónleika í gær á konudaginn í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði. Dagskráin bauð upp á fjölbreytt lagaval; klassísk óperukórverk, dægurlög og þjóðlög á ýmsum tungumálum. Að venju var svo boðið upp á dýrindis veisluhlaðborð í lokin. Ragnheiður Petra Óladóttir þreytti frumraun sína sem einsöngvari með kórnum.
Meira

Æfingar hafnar hjá Leikfélagi Hofsóss

Æfingar standa nú yfir hjá Leikfélagi Hofsóss á leikritinu Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Leikritið er ólíkindagamanleikur sem gerist á heimili fullorðinnar ekkju sem finnur minnislausan mann í framsætinu á bílnum sínum og tekur hann með sér heim.
Meira

Brúðuleiksýningin Tröll í Bifröst á morgun

Brúðuleiksýningin Tröll, sem er ljóðrænt og heillandi brúðuleikhús fyrir börn, verður sýnt í Bifröst á morgun klukkan 17. Það er brúðuleikhúsið Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Hvammstanga, sem setur upp sýninguna.
Meira

Sóldísir með tónleika á konudaginn

Nú fer mildum þorra að ljúka og góan tekur við en fyrsti dagur þess mánaðar er hinn ljúfi konudagur sem er nk. sunnudag. Þann dag hafa konurnar í kvennakórnum Sóldís í Skagafirði tileinkað söng og munu þess vegna halda konudagstónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Feykir leit við á æfingu og forvitnaðist um tónleikana og kórinn.
Meira

Frábær aðsókn á þorrablót á Skagaströnd

Metaðsókn var á þorrablót sem haldið var í Fellsborg á Skagaströnd á laugardaginn var. Að vanda var það kvenfélagið á staðnum sem hafði veg og vanda af blótinu en hópur áhugafólks sá um skemmtiatriði sem voru bæði leikin og sungin.
Meira

Ung-messa á sunnudaginn

Á sunnudaginn er boðið til léttrar kvöldmessu, svokallaðrar ung-messu, í Sauðárkrókskirkju. Í messunni verða ungmenni í öllum aðalhlutverkum. Um tónlistarflutning sjá Bergrún Sóla og Malen Áskelsdætur og Róbert Smári Gunnarsson ásamt Rögnvaldi Valbergssyni.
Meira

Listamiðstöðin Nes og Vesturfarasetrið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

Tvö menningarverkefni á Norðurlandi-vestra hafa verið valin úr hópi 37 umsækjenda á lista Eyrarrósarinnar 2017 og eiga því möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan landsbyggðarinnar og er markmið hennar að beina athygli að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.
Meira

Mamma Mia endurtekin

Árshátíð nemenda eldri bekkja Varmahlíðarskóla var haldin sl. föstudagskvöld í Menningarhúsinu Miðgarði. Þar var sett á svið hinn geysivinsæli söngleikur Mamma Mia og er óhætt að segja að hann hafi slegið í gegn. Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og verður aukasýning á morgun, fimmtudaginn kl. 17:00.
Meira

Senn líður að þorrablótum

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum Skagfirðinga og Húnvetninga árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.
Meira

Þjóðsögur og efniviður úr umhverfinu skapa sýninguna Tröll

Í brúðuleikhúsinu Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á nýju brúðuleikverki sem nefnist Tröll, en það verður frumsýnt á Akureyri 11. febrúar næstkomandi.
Meira