Mannlíf

Gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum

Það ríkti gleði og kæti á jólatrésskemmtun í Fljótunum í gær. Vel var mætt að vanda en löng hefð er fyrir því að halda þessa skemmtun strax að lokinni jólamessu í Barðskirkju.
Meira

Jólaballi í Ásbyrgi frestað

Jólaballi kvenfélaganna, sem vera átti í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í dag, hefur verið frestað um sinn.
Meira

Jólabarnaball Lions á morgun

Hið árlega Jólabarnaball Lions á Sauðárkróki verður haldið á sal Fjölbrautaskólans klukkan 17 á morgun, miðvikudaginn 28. Desember. Að vanda eru allir hjartanlega velkomnir, börn og fullorðnir.
Meira

Skottujól í loftið

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.
Meira

Upplestur á aðventu í Heimilisiðnaðarsafninu

Á morgun, föstudaginn 16. desember klukkan 16, munu lestrarvinir Heimilisiðnaðarsafnsins lesa upp úr og kynna nýjar bækur. Fyrst verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur og um klukkan 16:30 hefst upplesturinn.
Meira

Hrafnhildur sigraði í einvíginu

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir frá Dæli í Húnaþingi vestra bara sigur úr bítum í einvígi gegn Sessý í þættinum The Voice Ísland í gærkvöldi. Hrafnhildur Ýr er mikill reynslubolti í söngnum og keppti m.a. fyrir hönd FNV í söngkeppni framhaldsskóla á sínum tíma. Hún tók einnig þátt í Voice í fyrra en þá datt hún úr keppni eftir einvígi við Hjört Traustason sem síðan sigraði keppnina.
Meira

Lóuþrælar með tvenna jólatónleika

Jólatónleikar Karlakórsins Lóuþræla verða haldnir í næstu viku, þeir fyrri í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 13. desember nk. og hefjast þeir klukkan 20:30 og þeir síðari í Félagsheimilinu Hvammstanga kvöldið eftir eða miðvikudaginn 14. desember, kl. 20:30.
Meira

Jólabókakvöld í Bjarmanesi

Á mánudagskvöldið verður haldið Jólabókakvöld í Bjarmanesi á Skagaströnd, á vegum Gleðibankans. Þar munu heimamenn lesa úr ýmsum bókum, sem flestar hafa komið út fyrir þessi jól. Einnig býður Bjarmanes kakó, kaffi og vöfflur til sölu.
Meira

Samstöðutónleikar og upplestur

Á miðvikudagskvöldið í næstu viku, 14. desember, verða haldnir samstöðutónleikar og upplestur að Löngumýri. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls og Rökkurkórinn syngja og lesið verður uppúr bókum, gömlum og nýjum.
Meira

Peningagjöf vegna lyftu í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju

Á fimmtudagskvöldið var hin árlega aðventugleði Sjálfsbjargar haldin í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Við það tækifæri afhenti Sjálfbjörg peningagjöf vegna lyftu sem stendur til að koma upp í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir aðgengismál.
Meira