Mannlíf

Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn

Þau Nanna Andrea Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Hermundsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn, Bjart Snæ en hann fæddir 30. Desember 2012, með Downs-heilkenni og hjartagalla. Hjónin ætla þó ekki að hlaupa fyrir sama félagið.
Meira

Forseti Íslands ræðumaður á Hólahátíð

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu á sameiginlegri Hóla og Barokkhátíðinni um næstu helgi en hátíðin fer fram á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Hjalti og Lára með nýja plötu

Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir stefna á að gefa út nýja plötu 25. ágúst næstkomandi. Er þetta önnur plata þeirra en fyrri plata þeirra sem heitir einfaldlega Hjalti og Lára, kom út árið 2013. Hjalti er, líkt og margir vita, alinn upp á Blönduósi en þau eru búsett á Akureyri.
Meira

Nes listamiðstöð í áströlskum netmiðli

Á skagastrond.is er greint frá áströlskum netmiðli sem fjallar um listakennarann Amanda Marsh, sem mun dvelja í Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd í janúar 2017.
Meira

Klassískar perlur á síðsumri með fiðlusmellum og sönglögum

Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar verða haldnir í Hofi fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20.00.
Meira

Sýning á passíusálmaútgáfum á Hólum í Hjaltadal opnuð í Auðunarstofu í dag

Í ár eru nú liðin 350 ár frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar voru fyrst prentaðir árið 1666. Það var í tíð sr. Gísla biskups Þorlákssonar að sú prentun var gerð á Hólum í Hjaltadal og voru sálmar sr. Hallgríms prentaðir aftan við Píslarsálma sr. Guðmundar Erlendssonar.
Meira

Opið hús hjá Nes

Opið hús verður haldið í Nesi, listamiðstöð á Skagaströnd á morgun, 28. júlí frá klukkan 17:00 – 20:00.
Meira

Kaffihlaðborð um Verslunarmannahelgina

Í áraraðir hafa Húsfreyjurnar boðið upp á veislur í Hamarsbúð og nú er engin undantekning á því. Ágóðinn hefur ávallt runnið til góðgerðamála í héraðinu og svo mun einnig vera núna.
Meira

Sigríður Thorlacius í Borgarvirki í kvöld

Bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi er hafin og í kvöld verða tónleikar í Borgarvirki, sem eru einn af hápunktum hátíðarinnar. Að þessu sinni mun Sigríður Thorlacius skemmta á tónleikunum. Umhverfið í Borgarvirki er einstakt og hljómburðurinn frábær í þessu stuðlabergsvirki sem stendur skammt frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi vestra.
Meira

Heyskapur hefur gengið vel í eindæma tíðarfari

Fyrri slætti er víðast hvað lokið á Norðurlandi vestra og hefur heyskapur almennt gengið vel, enda tíðarfar með eindæmum gott. Bændur sem Feykir hafði samband við létu vel af heyjum og tíðarfari, þó að sums staðar sé töluvert um kal. Þá lítur vel út með kornrækt og gæti þresking hafist í byrjun september.
Meira