Falleg sýning í Gúttó
Myndlistarsýningin Litbrigði samfélags hefur skapað sér sess í Sæluviku Skagfirðinga en þá sýna félagar í myndlistarfélaginu Sólón afrakstur sköpunar sinnar í Gúttó á Sauðárkróki. Þetta er í 9. sinn sem sýning er haldin á vegum Sólon og er vel þess virði að líta á.
Gúttó þekkja allir bæjarbúar en það var reist árið 1897 og þjónaði m.a. hlutverki leikhúss þrátt fyrir smæð þess. Lengi vel starfaði skátahreyfingin í húsinu en svo tók myndlistarfélagið Sólon húsið í fóstur og bjargaði því, má segja, en það var komið í mikla niðurníðslu.
Í húsinu hafa listamenn aðsetur og eru einhverjir sem nýta sér það þó sumir þeirra sem sýna nú, skapi sína list heima hjá sér. Gúttó hentar ágætlega fyrir þessar sýningar og býr til sérstaka stemmningu hjá áhorfandanum.
Myndirnar í Gúttó eru fjölbreyttar að gerð en gefa sköpurum sínum gott vitni um næman skilning á umhverfi sínu og viðfangsefnum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.