Mannlíf

„Þekkileg og ljúf þjóðlagatónlist“

Eins og Feykir greindi frá á dögunum hafa Austur-Húnvetningurinn Hjalti Jónsson og kona hans, Lára Sóley Jóhannsdóttir, sent frá sér sína aðra plötu, Árbraut. Var hún plata vikunnar á Rás 2. Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið og birtist gagnrýnin á vefnum ruv.is. Það er innihaldi plötunnar lýst sem þekkilegri og ljúfri þjóðlagatónlist með klassískum blæ.
Meira

Fimm daga Fjaðrafok í Varmahlíð

Dans- og fimleikahópurinn Bíbí & Blaka var, ásamt írskum sirkushóp, við æfingar í íþróttahúsinu í Varmahlíð í síðustu viku. „Þetta er búið að vera pínu ævintýri, að fá að fylgjast með þessu,“ sagði Hanna Dóra Björnsdóttir, skólastjóri í Varmahlíð, þegar Feykir kíkti þangað á sýningu sem hópurinn hafði boðið leik-og grunnskólabörnum í Varmahlíð að fylgjast með.
Meira

Haustverkefni LS hleypt af stokkunum

Undirbúningsfundur vegna haustverkefnis félagsins verður haldinn í Húsi Frítímans Sæmundargötu 7b sunnudaginn 28. ágúst kl. 20:00. Áformað er að setja upp leikritið Dýrin í Hálsaskógi nú á haustdögum.
Meira

Lífsreynsla í 60 ár

Hólaráðstefna 3. bekkjar Z í Kvennaskólanum í Reykjavík 1971-1972 verður haldin á Hólum laugardaginn 3. september og er tilefnið 60 ára afmæli bekkjarsystranna úr umræddum árgangi Kvennaskólans. Ber hún yfirskriftina Lífsreynsla í 60 ár.
Meira

Konráðsþing í Kakalaskála

Málþing um Konráð Gíslason, málfræðing og einn Fjölnismanna, verður haldið í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 3. september næstkomandi. Málþingið hefst kl. 14:00 og endar með pílagrímsför að minnisvarðanum um Konráð kl. 17:00.
Meira

Tónleikar á ágústkvöldi

Föstudagskvöldið, 26. ágúst kl. 21:00, verða tónleikar í Héðinsminni þar sem hjónin á Tjörn í Svarfaðardal, Kristjana og Kristján, skemmta á sinn einstaka hátt. „Þau eru löngu landskunn og það er einfaldlega mannbætandi að hlýða á þau og njóta tónlistarinnar,“ segir í auglýsingu í Sjónhorninu sem kom út í dag.
Meira

Hjalti og Lára með útgáfutónleika á Blönduósi

Húnvetningurinn Hjalti og eiginkona hans, Lára, gefa út sína aðra plötu sem ber heitið Árbraut og fagna með tónleikum víða um landið. Miðvikudaginn 31 ágúst munu þau halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir klukkan 20:30. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni í bland við annað efni.
Meira

Myndir frá Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn helgina 12.-14. ágúst. Hófst hún á föstudegi með tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni í ár var þess minnst að 350 ár eru liðið frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan ágústmánuð.
Meira

Ljóðmæli Jóns á Vatnsleysu gefin út

Nýlega kom út bókin Ég lít til baka sem hefur að geyma ljóðmæli Jóns K. Friðrikssonar, hestamanns og hrossaræktanda á Vatnsleysu í Skagafirði. Jón var fæddur árið 1941 en lést fyrir aldur fram árið 2004, aðeins 63 ára að aldri. Bókin skiptist í ljóð, tækifærisvísur og skemmtilegar frásagnir vina Jóns af honum. Einnig prýða bókina myndverk eftir Eðvald Friðriksson, bróður Jóns, en Jón samdi ljóð við myndirnar.
Meira

Hægt að kaupa miða á Gæruna í kvöld

Gæran stendur nú sem hæst núna en í gær léku fyrir gesti, listamenn á borð við Contalgen Funeral, Ottoman, Blakkák og Páll Óskar. Góður rómur var gerður að tónlistaratriðunum. Eftir tónleikana héldu margir á ball á Mælifelli þar sem Páll Óskar skemmti fram á rauða nótt.
Meira