Mannlíf

Skagfirsku sundmeyjarnar með vorsýningu

Það er óhætt að segja að dagskrá Sæluviku hefur verið fjölbreytt og margt að sjá og heyra. Í gær bauð sundhópurinn Skagfirsku sundmeyjarnar gestum að koma og eiga notalega stund á sundlaugarbakkanum meðan meyjarnar léku listir sínar í vatninu.
Meira

Börn fyrir börn í dag

Tónleikarnir Börn fyrir börn verða haldnir í dag, fimmtudaginn 4. maí, kl. 17 í Miðgarði. Tónleikarnir eru fjáröflunartónleikar og er markmið þeirra að safna fyrir nýju skynörvunarherbergi sem setja á upp í Iðju og einnig verður safnað í nýjan menningarsjóð fyrir börn og ungmenni sem stofnaður verður vorið 2017.
Meira

Allt er nú til - frumflutningur á Íslandi hjá Höfðaskóla á Skagaströnd

Nemendur á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd vinna nú að uppsetningu á söngleiknum Allt er nú til eftir Crouse & Weidman (seinni útgáfa). Tónlist er eftir Cole Porter. Það er Ástrós Elísdóttir sem leikstýrir hópnum. Hún er að vísu ekki bara leikstjórinn að þessu sinni, heldur líka þýðandi verksins sem og söngtexta. Allt er nú til (á fummálinu Anything goes) hefur aldrei verið sýnt áður á Íslandi og því er hér ekki bara frumsýning á ferðinni, heldur frumflutningur á þessu leikriti hér á landi.
Meira

Falleg sýning í Gúttó

Myndlistarsýningin Litbrigði samfélags hefur skapað sér sess í Sæluviku Skagfirðinga en þá sýna félagar í myndlistarfélaginu Sólón afrakstur sköpunar sinnar í Gúttó á Sauðárkróki. þetta er í 9. sinn sem sýning er haldin á vegum Sólon og er vel þess virði að líta á.
Meira

Kótelettukvöld Lionsklúbbanna í Skagafirði

Á laugardagskvöldið var haldið heljarmikið kótelettukvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Að þvi stóðu Lionsklúbbarnir fjórir í Skagafirði, Lionsklúbburinn Björk, Lionsklúbburinn Höfði, Lionsklúbbur Sauðárkróks og Lionsklúbbur Skagafjarðar en verkefnið er unnið í tilefni af því að á þessu ári fagnar Lionshreyfingin 100 ára afmæli sínu. Eins og Feykir.is hefur greint frá áður var tilgangurinn að safna fé til að setja upp skynörvunarherbergi í Iðju, dagþjónustu fatlaðra á Sauðárkróki.
Meira

Þjóðleikur í Miðgarði og Varmahlíðarskóla

Á morgun, laugardag, verður Þjóðleikur, risastór leikslistarhátíð ungs fóks, haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni. Það er Þjóðleikhúsið sem hefur frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Beint í æð í Bifröst - Myndband

Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er farsinn Beint í æð eftir Ray Cooney sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi. Blaðamaður hitti formann leikfélagsins ásamt leikstjóra í kaffispjalli í bakaríinu og forvitnaðist um hvers er að vænta. Leikstjóri verksins, Jóel Ingi Sæmundsson, hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Sauðárkróks en fyrir þremur árum setti hann upp leikritið Rjúkandi ráð með félaginu. Jóel útskrifaðist úr leiklistarnámi í Bretlandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að ýmsum verkefnum í leikhúsi, sjónvarpi, auglýsingum og fleiru og hefur undanfarið unnið mikið við að gera barnasýningar fyrir leikskóla. Jóel segir að sér þyki gott að vera á Króknum þar sé í raun hægt að gera flest sem mann langar til.
Meira

Uppselt er á danslagatónleika

Þess verður minnst nk. föstudagskvöld að 60 ár eru liðin frá því að danslagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks hóf sitt blómaskeið sem stóð yfir í mörg ár. Haldnir verða tónleikar þar sem dægurlagaperlur fyrri ára verða rifjaðar upp með hjálp fjölda söngvara og hljóðfæraleikara. Aðsóknin hefur farið fram úr björtustu vonum því uppselt er á auglýsta sýningu nk. föstudagskvöld en ákveðið hefur verið að halda aukatónleika kl. 23:00 sama kvöld ef næg þátttaka fæst. Miðasala fer fram í síma 8660114.
Meira

Lillukórinn 25 ára

Afmælis- og lokatónleikar Lillukórsins verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 29. apríl kl.14:00. Kórinn var stofnaður 1992 að frumkvæði Ingibjargar Pálsdóttur, Lillu, sem þá var tónlistarkennari á Hvammstanga og er nafnið þannig til komið. Stofnfélagar voru 16 konur en fljótt bættist í hópinn og að jafnaði hafa milli 20 og 30 konur úr Húnaþingi vestra starfað með kórnum ár hvert. Í heildina hafa 80 konur tekið þátt í starfi kórsins og enn starfa þrír stofnfélagar með honum.
Meira

Vel gengur hjá Heimi í Kanada

Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú staddur á Íslendingaslóðum í Kanada þar sem raddböndin eru þanin í Vancouver og Victoría en þar verða haldnir tónleikar í samstarfi við Íslendingafélögin á hvorum stað. Sl. laugardag tók kórinn þátt í stóru kóramóti í Chan Center í Vancouver og söng þar fyrir fullu húsi.
Meira