Ellert og Kristján í Sauðárkrókskirkju
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
29.03.2018
kl. 09.05
Í kvöld munu þeir frændur og brottfluttu Króksarar, Ellert Heiðar Jóhannsson og Kristján Gíslason, syngja fyrir gesti Sauðárkrókskirkju. Það er Sauðárkrókssöfnuður sem býður á þessa skírdagstónleika sem ætlaðir eru allri fjölskyldunni. Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst og gengið að borði Drottins, þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á vínberjum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Meira