Senn líður að þorrablótum

Tími þorrablótanna rennur senn upp. Mynd: Rakel Runólfsdóttir
Tími þorrablótanna rennur senn upp. Mynd: Rakel Runólfsdóttir

Feyki hafa borist eftirfarandi upplýsingar um dagsetningar þorrablóta á Norðurlandi vestra og hjá átthagafélögum sunnan heiða árið 2017. Listinn telur alls fimmtán blót.

Ljóst er að listinn er alls ekki tæmandi. Frekari upplýsingum sem berast verður bætt inn. Við biðjum lesendur að hafa samband gegnum netfangið feykir@feykir.is til að bæta á listann eða ef einhverjar upplýsingar reynast rangar.

Þorrablót Fljótamanna á Ketilási föstudaginn 20. janúar

Þorrablót Kvenfélagsins Vöku í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 21. janúar

Þorrablót Skagfirðingafélagsins í Reykjavík laugardaginn 21. janúar

Þorrablót fyrrum Skefilsstaðarhrepps laugardaginn 27. janúar í Skagaseli

Þorrablót Víðdælinga í Víðihlíð laugardaginn 28. janúar

Þorrablót fyrrum Hofshrepps í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 28. janúar

Þorrablót Bólahlíðinga og Svínvetninga í Húnaveri laugardaginn 28. janúar

Þorrablót Seyluhrepps í Miðgarði laugardaginn 4. febrúar kl. 20:30

Króksblót í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 4. febrúar kl. 20

Þorrablót Hóla-og Viðvíkurhrepps í Höfðaborg laugardaginn 4. febrúar

Þorrablót UMF Kormáks í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 4.febrúar

Þorrablót á Skagaströnd laugardaginn 4. febrúar

Hreppablótið í Austur-Húnavatnssýslu laugardaginn 11. febrúar

Sameiginlegt þorrablót Akra-, Lýtingsstaða- og Staðarhrepps í Miðgarði laugardaginn 11. febrúar.

Þorrablót Miðfirðinga og Hrútfirðinga austanvert í Ásbyrgi laugardaginn 11. febrúar

Nesblót í Hegranesi föstudaginn 17. febrúar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir