Mannlíf

Benedikt búálfur í Bifröst

10. bekkur Árskóla setur upp leikverkið Benedikt búálfur um þessar mundir í Bifröst. Efni leikritsins er flestum kunnugt enda hefur leikritið og bækurnar notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni í gegnum árin. Segir frá Dídí mannabarni sem finnur búálf heima hjá sér og ævintýrum sem þau lenda í.
Meira

Gamlir fóstbræður taka lagið í Húnavatnssýslum

Karlakórinn Gamlir fóstbræður heldur tónleika í Blönduósskirkju nk. laugardag, 25. mars og í Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Á Blönduósi mun Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps koma fram með fóstbræðrunum en karlakórinn Lóuþrælar á Hvammstanga.
Meira

Stefna suður með Bó og meira til - Myndband

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.
Meira

Alþjóðlegi Downs-dagurinn - Fögnum margbreytileikanum

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn en Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis og með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs-heilkenni er orsakað af aukalitning í litningi 21, þ.e. þrjú eintök af litningi 21 - 21.03.
Meira

Ove og Siggi Sigurjóns í Skagafirði

Þjóðleikhúsið hyggst bruna norður í Skagafjörð og setja upp leiksýninguna Maður sem heitir Ove í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð, nk. laugardag 25. mars kl. 20. Siggi Sigurjóns fer á kostum sem hinn geðstirði Ove og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda fyrir frammistöðu sína. Sýningin hefur slegið í gegn í Reykjavík og er þegar með 50 uppseldar sýningar.
Meira

Heimir á Skagaströnd í kvöld - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Hólaneskirkju á Skagaströnd í kvöld með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru tveir, Birgir Björnsson og Óskar Pétursson.
Meira

Heimir á Hofsósi á morgun - Myndband

Karlakórinn Heimir í Skagafirði mætir í Höfðaborg á Hofsósi á morgun, 11. mars með fjölbreytta efnisskrá að vanda. Boðið verður upp á einsöng, tvísöng og kvartett auk hefðbundins kórsöngs. Einsöngvarar eru þrír, Birgir Björnsson, Óskar Pétursson og Þóra Einarsdóttir.
Meira

Sauma innkaupapoka til láns

Í byrjun þessa árs var stofnaður hópur á Facebook undir nafninu Saumum innkaupapoka til láns en nafninu hefur nú verið breytt í Pokastöðin í Skagafirði. Sú sem á heiðurinn af stofnun hans er Þuríður Helga Jónasdóttir, kennari við Grunnskólann austan Vatna á Hólum og Hofsósi, og fljótlega gekk Svanhildur Pálsdóttir, hótelstjóri í Varmahlíð, í hópinn. Hleyptu þær af stokkunum saumahópum sem hafa hist öðru hvoru í þeim tilgangi að sauma innkaupapoka sem hægt verður að fá að láni í verslunum. Enn sem komið er hafa engir karlar sinnt kallinu en þó nokkur hópur kvenna hefur lagt sitt af mörkum og hafa þær tekið sér vinnuheitið Skreppur en orðið getur þýtt skjóða eða malur og nota þær heitið jafnt á konurnar sjálfar og pokana.
Meira

Bó og meira til

Eftir þrotlausar æfingar í vetur er komið að tónleikunum Bó og meira til sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur að ásamt hljómsveit Skarphéðins Einarssonar á Blönduósi.
Meira

Karlakórinn Heimir og gestir í Hörpu

Þann 25. mars nk. verður haldin hátíðardagskrá í Eldborgarsal Hörpu sem tileinkuð er íslensku Vesturförunum og afkomendum þeirra. Hátíðin er liður í verkefni sem Vesturfarasetrið á Hofsósi og Karlakórinn Heimir í Skagafirði standa að og nefnist Kveðja frá Íslandi.
Meira