Þjóðsögur og efniviður úr umhverfinu skapa sýninguna Tröll
Í brúðuleikhúsinu Handbendi, sem er atvinnuleikhús á Norðurlandi vestra, er nú unnið hörðum höndum að uppsetningu á nýju brúðuleikverki sem nefnist Tröll, en það verður frumsýnt á Akureyri 11. febrúar næstkomandi.
Að sögn Gretu Clough, sem rekur leikhúsið, er allt að smella saman og von á spennandi sýningu sem er ætluð 4-12 ára börnum en ætti að höfða til allra aldurshópa. Sýningin verður sýnd víða um land og í Bretlandi. Að sýningunni koma m.a. tónskáld í Bretlandi og myndlistarkona í Bandaríkjunum, auk fjölda heimamanna á Hvammstanga.
Greta segir hugmyndina að Tröllum hafa kviknað þegar henni datt í að nota efnivið úr umhverfinu; rekavið, steina og leður til að búa til brúðuleiksýningu. „Ég vildi einnig fanga menninguna. Söngur og sögur eru mjög mikilvægir þættir í því hvernig við tengjumst hvert öðru. Ég byrjaði því að ræða við fólk um uppáhaldssögur þess, sögur um landið og sjóinn og tengsl okkar við við umhverfið.“
Nánar er rætt við Gretu í nýjasta tölublaði Feykis, sem kemur út í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.