Mannlíf

Hátíð í Húnavatnshreppi

Íbúahátíð Húnavatnshrepps verður haldin næsta föstudagskvöld, þann 25. ágúst. Hátíðin verður haldin í Húnavallaskóla og hefst hún kl. 20:30.
Meira

Skagfirsku danslögin í Salnum

Tónleikarnir Skagfirsku danslögin sem fram fóru í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, verða endurteknir þann 4. nóvember í Salnum í Kópavogi. Miðasala er hafin á á www.salurinn.is og á www.tix.is en einnig er hægt hringja í Salinn og kaupa miða, að sögn Huldu Jónasdóttur skipuleggjanda.
Meira

Fjör og frískir fætur á Króksmóti um helgina

Króksmót Tindastóls og FISK Seafood fór fram nú um helgina á Sauðárkróki. Þátttaka var með ágætum og óhætt að fullyrða að veðrið hafi verið Króksurum og gestum þeirra hliðhollt því varla er hægt að tala um að hreyft hafi vind svo nokkru næmi frá því að gestir tóku að streyma á Krókinn síðastliðinn föstudag í logni og heiðskýru og þangað til mótinu lauk – þá fór hinsvegar að rigna.
Meira

Kvennakórinn Sóldís með tónleika

Sóldísir eru í sumarskapi og hafa boðað komu sína í Menningarhúsið Miðgarð annað kvöld með tónleika. Í tilkynningu biðja þær alla sem munda amboðin að leggja þau frá sér og hlýða á skemmtilega dagskrá. Og fyrir þá sem áhuga hafa verður barinn opinn.
Meira

Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík

Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit þar við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmanna.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju

Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Meira

Eyþór Ingi í Borgarvirki

Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst og í kvöld verða tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og hefjast þeir kl. 21:00. Á Facebooksíðu Eldsins er mælt með því að fólk mæti á staðinn á réttum tíma. Sætaferðir verða í boði í Borgarvirki og fer rúta frá Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi kl. 20:00 og frá Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:15. Aðeins eru 19 sæti í boði. Skráning í rútuna er á eldurihun@gmail.com.
Meira

Eldurinn hefst í dag

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett klukkan 19:00 í dag á Hvammstanga. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sérlega glæsileg en hún hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu sem endar á hafnarsvæðinu hjá Sjávarborg. Í fararbroddi verða eldfuglar og fleiri skemmtilegar verur ásamt því sem tónlist og almenn gleði verður í göngunni. Niðri á hafnarsvæðinu tekur Eldurinn á móti hátíðargestum og geta þeir hlýtt á tónlist, gætt sér á kjötsúpu, fylgst með Húlludúllu leika listir sínar, keypt góðgæti í Elds-sjoppunni og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira