Leikhópur FNV frumsýnir Bugsy Malone
Á morgun föstudag munu nemendur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýna leikritið Bugsy Malone í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Bugsy Malone er fjölskylduleikur sem fjallar um ævintýri „gangstersins“ Bugsy Malone á bannárunum í Chicago uppúr 1930.
Yfir 20 leikarar eru í sýningunni en þeir sjá einnig um tæknimál og sviðsmynd, að sögn Ægis. „Þetta er allt á léttu nótunum og flott lög í sýningunni. Mikið af góðum leikurum og söngvurum,“ segir Ægir sem er spenntur fyrir frumsýningunni nk. föstudag. Hefst hún klukkan 20.
Aðalhlutverk er í höndum Valdísar Valbjörnsdóttur sem leikur Blúsí og Ásbjarnar Waage sem leikur Bugsy. Anna Valgerður Svavarsdóttir leikur Talúlu, Sæþór Hinriksson Sam feita og Einar Örn Gunnarsson Danna snobb.
Á laugardag og sunnudag verða tvær sýningar hvorn daginn, klukkan 16 0g 20. Þriðjudag og miðvikudag verða sýningar klukkan 20.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.