Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré

Aðventuhátíðir verða haldnar í mörgum kirkjum á svæðinu á morgun, sunnudaginn 10. desember. Einnig verða ljósin tendruð á jólatrénu á Blönduósi. Það verður gert að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og þar sem veður og færð eru með besta móti er trúlegt að einhverjir af hinum uppátækjasömu sonum Grýlu láti sjá sig. Jólatréð sem prýða mun Blönduósbæ þessi jólin er fengið úr Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 10 metra hátt sitkahvítgreni sem gróðursett var í skóginum um 1964.
 
Eftirtaldar aðventhátíðir er Feyki kunnugt um að verði á morgun:

Aðventuhátíð Glaumbæjarprestakalls á Löngumýri sunnudaginn 10. desember kl. 14:00.
Prestur sr. Gísli Gunnarsson.
Kirkjukór safnaðanna syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar organista. 
Fermingarbörn og kirkjuskólabörn aðstoða og á eftir verða veitingar í boði sóknanna.

Aðventuhátíð í Hóladómkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 14:00.
Prestur sr. Ursula Árnadóttir.
Kaffi Undir Byrðunni á eftir.

Aðventuhátíð Þingeyraklaustursprestakalls í Blönduósskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 16:00.
Prestur sr. Sveinbjörn R. Einarsson.
Auðunn Steinn Sigurðsson flytur hugvekju. Ljóðalestur, hljóðfæraleikur og samsöngur. Fermingarbörn bera inn aðventuljósið.
Eyþór Franzson Wechner organisti leikur helgilag á orgelið í eftirspil.

Aðventuhátíð í Prestbakkakirkju sunnudaginn 10. desember kl. 16:30.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Helgileikur fermingarbarna. Flautuleikur: Kristín Magnúsdóttir og María Björg Sigurðardóttir.  Alexandra Rán Hannesdóttir les sögu. Ræðumaður er Þorbjörg Helga Sigurðardóttir.
Kaffiveitingar í skólahúsinu á Borðeyri.

Aðventukvöld í Sauðárkrókskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:00.
Prestur sr. Gylfi Jónsson.
Laufey Skúladóttir flytur hugleiðingu. 
Börn úr 6. bekk Árskóla flytja lög úr Lúsíuprógrammi og kirkjukórinn flytur jólasöngva. Rögnvaldur, Jóhann og Margeir leika undir almennan söng.

Aðventuhátíð í Melstaðarkirkju sunnudaginn 10. desember kl. 20:30.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur. Ræðumaður kvöldsins er Ingibörg Jónsdóttir. Fermingarbörn flytja helgileik og nemendur tónlistarskólans fyltja tónlist.
Boðið verður upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu á eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir