Mannlíf

Kirkjugarðurinn á Blönduósi til fyrirmyndar

Fyrir tilviljun heimsótti blaðamaður Feykis kirkjugarð Blönduóskirkju í sumar og hreifst af umgengninni og þeim framkvæmdum sem átt höfðu sér stað og unnið var að. Bæði var garðurinn snyrtilegur, bílaplan malbikað og bráðsnjallt upplýsingaskilti um garðinn var til fyrirmyndar. Á þeim tíma var verið að undirbúa lagfæringu á stígnum sem liggur um garðinn. Það var því ekki úr vegi að hafa samband við Valdimar Guðmannsson, Valla Blönduósing, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju og spyrja hann út í framkvæmdirnar.
Meira

Ronaldo besti leikmaður allra tíma

Á fótboltavellinum er erfiðast að skora mörk. Það er dýrmætt fyrir lið að hafa leikmann í sínum röðum sem er snjall að koma boltanum í mark andstæðinganna. Tindastóll nældi í einn svona leikmann í byrjun sumars. Luke Morgan Conrad Rae, 19 ára strákur frá Overton, litlum bæ á Englandi, hefur verið iðinn við kolann. Foreldrar hans eru Sheldon og Michelle og hann á sjö systkini; bræðurna Nathan og McKenzie og systurnar Nicola, Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Meira

Leikskólastjórinn kvaddi eftir 28 ára farsælt starf

Húnahornið segir frá því að Jóhanna Guðrún Jónasdóttir hafi nýlega látið af störfum sem leikskólastjóri Barnabæjar á Blönduósi eftir farsæl 28 ár í starfi. Samstarfsfólk hennar efndi af því tilefni til kveðjuhófs þar sem Jóhönnu var þakkað gott samstarf og henni óskað velfarnaðar á nýja vinnustaðnum sínum, Blönduskóla. Þá var henni veitt táknræn gjöf frá starfsmannafélagi Barnabæjar, styttur sem sína samstöðu og kynslóðir
Meira

Guðjón Ingimundar og Bogga skipa stóran sess í Skagfirðingabók 40

Í gær fór fram útgáfuhátíð í Safnahúsi Skagfirðinga í tilefni af útkomu 40. bindis Skagfirðingabókar. Þar var bókin kynnt og höfð til sölu á kynningarverði en ágætis mæting var á samkomuna þó flestir hafi sennilega haft tengsl við megin umfjöllunarefni bókarinnar, Guðjón Ingimundar og Boggu. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út Skagfirðingabók.
Meira

Það er mikilvægast að vinna með stíl

Victor Borode (27) er einn af þeim leikmönnum sem Tindastólsmenn hafa fengið til liðs við sig frá Englandi til að styrkja liðið í baráttunni í 3. deildinni í knattspyrnu. Victor er af nígerískum uppruna en fæddur og uppalinn í London en fjölskyldan er risastór segir hann. Kappinn getur bæði spilað á miðjunni og í vörn en hann hefur mikið verið í stöðu hægri bakvarðar í leikjum Stólanna í sumar.
Meira

„Ég mun aldrei aftur kvarta yfir því að þurfa að fara í tveggja tíma ferð í útileik“

Fjórir breskir leikmenn eru á mála hjá karlaliði Tindastóls sem tekur þátt í 3. deildinni í sumar. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Michael Ford sem hefur átt fína leiki í vörninni og skoraði sitt fyrsta mark skömmu fyrir Covid-truflun 2. Hann segist alla jafna spila á miðjunni en hefur í gegnum stuttan feril einnig leyst flestar stöður í vörn.
Meira

Að vera í Tindastólsliðinu er að vera hluti af fjölskyldu

Í markinu hjá Stólastúlkum í sumar stendur Amber Michel, 23 ára bandarísk stúlka frá San Diego í Kaliforníuhreppi þar sem foreldrar hennar búa ásamt bróðir hennar. Hún lauk bakkalárgráðu í viðskipta markaðssetningu í vetur við háskólann í San Diego. Amber er sannkallaður herforingi fyrir aftan vörn Tindastóls, lætur vel í sér heyra og er áræðin og kraftmikil. Hún er ein af þremur bandarískum stúlkum sem styrkja lið Tindastóls, hinar eru Murielle Tiernan og Jackie Altschuld, en þær komu til landsins í maí.
Meira

Hátíðarstemning austan Vatna á þjóðhátíðardaginn

17. júní var fagnað með ýmsum, og víða óhefðbundnum, hætti þetta árið og settu eftirköst COVID-19 víða mark sitt á hátíðahöld dagsins. Á Hofsósi var ýmislegt í boði, m.a. var teymt undir börnum, hægt var að skella sér á róðrarbretti og ungir og aldnir nutu blíðunnar í sundlauginni þar sem sápurennibrautin vakti ánægju yngri kynslóðarinnar.
Meira

Sumri fagnað á Hvammstanga

Íbúar Húnaþings vestra kveðja veturinn án saknaðar enda hefur hann verið þeim erfiður fyrir margra hluta sakir. Sú hefð hefur verið við lýði á Hvammstanga allt frá árinu 1957 að Vetur konungur afhendi Sumardísinni veldissprota sinn með táknrænum hætti eftir skrúðgöngu íbúa um staðinn. Engin hátíðahöld voru þar í gær en kirkjukór Melstaðarprestakalls ásamt sóknarpresti mætti við sjúkrahúsið og söng fyrir íbúa Nestúns í blíðunni.
Meira

Karlakórinn Heimir á faraldsfæti - Uppfært, tónleikum Heimis á Blönduósi frestað!

Vegna veðurútlits hefur verið ákveðið að fresta tónleikum Karlakórsins Heimis sem fyrirhugað var að halda á Blönduósi fimmtudagskvöldið 20. febrúar. Heimismenn eru þó ekki af baki dottnir, og munu heimsækja Blönduós við fyrsta tækifæri, það verður nánar auglýst síðar.
Meira