Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju
Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar. Um altarisþjónustu sjá sr. Dalla Þórðardóttir prófastur Húnvetninga og Skagfirðinga, sr. Magnús Magnússon sóknarprestur á Hvammstanga auk fyrrv. sóknarpresta við Hvammstangakirkju þeirra sr. Pálma Matthíassonar, sr. Guðna Þórs Ólafssonar, sr. Kristjáns Björnssonar og sr Sigurðar Grétars Sigurðssonar. Kirkjukór Hvammstanga leiðir sálmasöng undir stjórn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur organista.
Að messu lokinni verður boðið upp á grillað húnvetnskt lambakjöt undir bláhimni eða glerhimni allt eftir atvikum og veðri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.