Mannlíf

Vélmennadans Gísla Þórs komin út

Út er komin ný ljóðabók eftir Gísla Þór Ólafsson, sem nefnist Vélmennadans. Vélmennið reynir að fóta sig í heimi manneskjunnar, trúir á tilfinningar í smáforritum og drekkur olíu í stað áfengis. Upp kvikna spurningar um flókið líf tölva og snjallsíma og vélmennið spyr sig: Er ég ekki manneskja? Er ég kannski app?
Meira

Pungar og pelastikk - raunir trillukarla í Miðgarði í kvöld

Áhugamannafélagið Frásaga sýnir í kvöld, föstudagskvöld, hugverkið Pungar og pelastikk – raunir trillukarla, þar sem leiknum atriðum og þekktum dægurlögum er blandað saman í samfellda dagskrá. Það eru tvær galvaskar konur á Hofsósi sem eru höfundar handritsins og leikstýra því en til liðs við sig hafa þær fengið þá Einar Þorvaldsson og Stefán Gíslason ásamt hljómsveit.
Meira

Kastali risinn á Blönduósi

Unga fólkið á Blönduósi hafði svo sannarlega ástæðu til að gleðjast á föstudaginn var en þá var tekinn í notkun stórglæsilegur kastali á lóð Blöndskóla. Þess er skemmst að minnast að í sumar var stærsti ærslabelgur landsins settur upp á sömu lóð, við hlið sparkvallarins, og er því óhætt að segja að skólinn státi nú af myndarlegum leikvelli fyrir nemendur sína.
Meira

Hrói höttur frumsýndur á morgun - Myndband

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á morgun fjölskylduleikritið Hróa hött eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur. Hrói mætir á sviðið klukkan 18, vopnaður boga og örvum og hittir alla sína skemmtilegu vini sem löngu eru orðnir þekktir. Feykir mætti á æfingu og tók upp smá vídeó af kappanum, vinum hans sem og óvinum.
Meira

Margt til skemmtunar um Laufskálaréttarhelgi

Hin árlega Laufskálarétt í Hjaltadal verður haldin nú um helgina og má búast við að þar verði margt um manninn að vanda. Smalað verður í fyrramálið en þá fer fjöldi fólks ríðandi fram í Kolbeinsdal til að sækja stóðið sem rekið verður til réttar á Laufskálum.
Meira

List fyrir alla í grunnskólunum

Grunnskólanemendur á Norðurlandi vestra fengu góða heimsókn í gær og fyrradag þegar hljómsveitin Milkywhale hélt tónleika á sex stöðum á svæðinu. Tónleikarnir eru á vegum barnamenningarverkefnisins List fyrir alla sem er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er því ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum, óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum og stefnt að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Hægt er að kynna sér verkefnið betur á heimasíðunni List fyrir alla.
Meira

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands mun standa fyrir lýðheilsugöngum um allt land, alla miðvikudaga í september að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Göngurnar eru hluti af afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga, vítt og breitt um landið, og verður fyrsta gangan í dag, 6. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangurinn með verkefninu að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Meira

Skagfirsku dægurlögin í Salnum í Kópavogi

Skagfirðingum í Reykjavík, sem og öðrum, gefst nú loksins tækifæri til að heyra og sjá tónleikana sem slógu svo rækilega í gegn í vor á Sæluvikunni á Sauðárkróki, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum tónleikanna.
Meira

Vetrarstarf að hefjast hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Leikfélag Sauðárkróks er nú farið að huga að vetrarstarfinu og boðar til fundar í kvöld í gamla Tengilshúsinu eða Puffins and friends að Aðalgötu 26.
Meira

Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 15.-17. september næstkomandi verður hin árlega stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og hefst dagskráin á föstudagskvöldið með handverksmarkaði og súpukvöldi í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Meira