Mannlíf

Fjölmenni á fyrirlestrinum Sigrum streituna

Fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði var haldinn í gær í Árskóla á Sauðárkróki og fór þátttaka fram úr björtustu vonum en fyrirlesturinn Sigrum streituna sem fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hélt var öllum opinn. Um 150 manns mættu en fyrirlesturinn er byggður á bókinni Á eigin skinni sem Sölvi sendi nýverið frá sér en þar fer hann yfir þær aðferðir sem hann hefur reynt til að ná betri heilsu.
Meira

Kótelettur, skemmtun og harmonikkuball

Föstudaginn 18. október ætlar Eldridansaklúbburinn Hvellur að halda upp á 35 ára afmælið sitt með skemmtun í Ljósheimum. Boðið verður upp á kótelettur og meðlæti, kaffi og eftirrétt að hætti húsráðenda. Borðhaldið hefst kl 19:00. Gunnar á Löngumýri stjórnar borðhaldi og skemmtir og danshópur sýnir línudans. Að skemmtun lokinni og til miðnættis verður ball, þar sem Aðalsteinn Ísfjörð, Elín frá Egg og Guðmundur Ásgeirsson þenja nikkurnar og Sigurður Baldursson slær taktinn á trommurnar.
Meira

Meira en 40 viðburðir í boði á Eldi í Húnaþingi

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, og kennir þar margra grasa eins og endranær en þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin. Hún stendur til sunnudags og rekur hver viðburðurinn annan á dagskránni sem er stútfull af spennandi atriðum.
Meira

Heilmikil dagskrá á Húnavöku

Mikið verður um að vera á Blönduósi nú um helgina en bæjar- og fjölskylduhátíðin Húnavaka hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allar kynslóðir að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.
Meira

Vel heppnaðir Maríudagar

Maríudagar voru haldnir að Hvoli í Vesturhópi 29. og 30 júní en Maríudagar eru til minningar um Maríu Hjaltadóttur, fyrrum húsmóður á Hvoli. Að þessu sinni heimsóttu okkur liðlega 200 manns og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Meira

Fjöldi gesta og allir til fyrirmyndar á Hofsós heim

Hofsós heim, bæjarhátíð Hofsósinga, var haldin um helgina í björtu veðri en vindurinn var þó örlítið að flýta sér að margra mati. Þar var margt til skemmtunar, gönguferðir, sýningar, kjötsúpa og kvöldvaka, leikir og listasmiðja, markaðir og margt, margt fleira.
Meira

Feikna fjör á Hofsós heim um helgina

Hofsósingar og nærsveitungar halda bæjarhátíð sína nú um helgina undir yfirskriftinni Hofsós heim. Hátíðin er arftaki Jónsmessuhátíðar á Hofsósi sem haldin var árlega um margra ára skeið, síðast árið 2017. Dagskráin er þéttskipuð skemmtilegum viðburðum og ættu allar kynslóðir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Stuð og stemning framundan á Lummudögum

Á Sauðárkróki mun lummuilmur væntanlega svífa yfir götum um helgina en þá verða Lummudagar haldnir í ellefta skipti. Feykir hafði samband við Steinunni Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga og bað hana að segja lesendum eilítið frá Lummudögum.
Meira

Harmonikuunnendur skemmta sér á Steinsstöðum

Félag harmonikuunnenda í Skagafirði stendur fyrir fjölskylduhátíð að Steinsstöðum nú um helgina, 21.-23. júní. Dagskráin hefst með dansleik klukkan 21:00 í kvöld þar sem sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson ásamt Jóa Færeyingi og Aðalsteini Ísfjörð sjá um fjörið.
Meira

Dansað í Sæluviku

Margir sakna þess að ekki skuli vera haldnir dansleikir í Sæluviku eins og tíðkaðist hér áður fyrr þegar dansinn dunaði alla vikuna. Að þessu sinni var þó haldið eitt ball, harmóníkuball sem félagsskapurinn Pilsaþytur stóð fyrir og bauð til sín góðum gestum í danshópnum Vefaranum. Hópurinn sýndi þjóðdansa og á eftir var stiginn dans við undirleik Aðalsteins Ísfjörð.
Meira