Fjölmenni á fyrirlestrinum Sigrum streituna
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
31.10.2019
kl. 13.24
Fyrsti viðburðurinn á vegum Heilsueflandi Samfélags í Skagafirði var haldinn í gær í Árskóla á Sauðárkróki og fór þátttaka fram úr björtustu vonum en fyrirlesturinn Sigrum streituna sem fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hélt var öllum opinn. Um 150 manns mættu en fyrirlesturinn er byggður á bókinni Á eigin skinni sem Sölvi sendi nýverið frá sér en þar fer hann yfir þær aðferðir sem hann hefur reynt til að ná betri heilsu.
Meira