Mannlíf

Stórskemmtilegt Hárlakk í Varmahlíð

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting var á núna fyrir nýliðna helgi og var tvívegis húsfyllir í Miðgarði á ameríska söngleiknum Hárlakki ( Hairspray) eftir Mark O´Donnel og Thomas Meehan í íslenskri þýðingu og staðfæringu Írisar Olgu í Flatatungu og Árna Friðrikssonar. Sögusviðið er Baltimore í byrjun sjöunda áratugararins þegar sjónvarpið og rokktónlistin er allsráðandi hjá unglingum sem sumum fannst þá sem nú nokkuð skorta á skilning foreldranna þegar kemur að skemmtunum. En söngleikurinn er líka áminning um það hve stutt er síðan kynþáttafordómar og aðskilnaður kynþátta voru ríkjandi í Bandaríkjunum og m.a. tónlistin átti sinn þátt í að breyta þeim viðhorfum.
Meira

Hársprey á árshátíð eldri nemenda í Varmahlíð

Eldri bekkir Varmahlíðarskóla halda árshátíð sína og sýna söngleikinn Hársprey í Miðgarði í dag klukkan 17:00 og annað kvöld, föstudag, klukkan 20:00. Eftir sýninguna í dag er, samkvæmt hefð, boðið upp á veislukaffi í Varmahlíðarskóla en að seinni sýningu lokinni verður unglingaball fyrir 7.-10. bekk í Miðgarði þar sem meðlimir úr Hljómsveit kvöldsins sjá um að halda uppi fjörinu.
Meira

Kirkjukór Hvammstangakirkju með áramótatónleika

Áramótatónleikar Kirkjukórs Hvammstangakirkju verða haldnir á morgun, gamlársdag, 31. desember kl 14 til 15 í Hvammstangakirkju. Boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá með jóla og áramótalögum og sálmum.
Meira

Heimir með Áramótagleði í kvöld

Karlakórinn Heimir heldur áramótatónleika í Menningarhúsinu Miðgarði í kvöld, 29. desember, og hefjast þeir klukkan 20:30. Æringjarnir Óskar Pétursson, Birgir Björnsson og Valmar Väljaots koma fram með kórnum en stjórnandi er sem fyrr Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas Higgerson. Stór tímamót eru nú hjá kórnum þar sem í gær voru liðin 90 frá því hann var stofnaður. Gísli Árnason, formaður kórsins, segir að formleg afmælisdagskrá verði haldin næsta vor.
Meira

Fjölbreytt dagskrá á árshátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli á Skagaströnd hélt árshátíð sína þann 30. nóvember síðastliðinn. Helga Gunnarsdóttir, kennari við skólann, sendi okkur meðfylgjandi myndir og fréttir af hátíðinni:
Meira

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi verður í kvöld. Verður hún haldin í Félagasheimilinu Höfðaborg og hefst kl. 20:30.
Meira

Bókakonfekt í Safnahúsinu - Svar Soffíu

Á morgun, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00, kynnir Benedikt Lafleur glænýjan bókmenntaviðburð og áritar þýðingu sína Svar Soffíu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Benedikt segir að um bókmenntaviðburð sé að ræða og jafnvel að kynjaskandal aldarinnar sé að finna í bókinni og þarft innlegg í í #Metoo umræðuna.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2017

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólaum á Borðeyri á morgun, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20:30
Meira

Aðventuhátíðir og ljósin kveikt á jólatré

Aðventuhátíðir verða haldnar í mörgum kirkjum á svæðinu á morgun, sunnudaginn 10. desember. Einnig verða ljósin tendruð á jólatrénu á Blönduósi. Það verður gert að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og þar sem veður og færð eru með besta móti er trúlegt að einhverjir af hinum uppátækjasömu sonum Grýlu láti sjá sig. Jólatréð sem prýða mun Blönduósbæ þessi jólin er fengið úr Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga og er 10 metra hátt sitkahvítgreni sem gróðursett var í skóginum um 1964.
Meira

Aðventuævintýri á Hólum

Á sunnudaginn næstkomandi, þann 10. desember, heldur kvenfélag Hólahrepps sína árlegu aðventuhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin er haldin í samvinnu við Hóladeild Skógræktarfélags Skagafjarðar sem verður með jólatrjáasölu á Hólum á sama tíma.
Meira